Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016

New Orleans LA - New York - heim í kuldann :/

Þó við ættum flug frá New Orleans til New York á skikkanlegum tíma... það þarf alltaf að tékka sig út af hóteli, kaupa bensín á bílinn, nesti fyrir flugið, skila bílnum og vera komin í flughöfnina amk 2 tímum fyrir brottför. Eins og Prédikarinn segir: ALLT HEFUR SINN TÍMA:

Við vöknuðum kl 5, morgunmatur kl 6. Flugstöðin var um 20 mílur í burtu. Við vorum í betra hverfi en áður hérna... og hótelið la-la.

Flugið með jetBlue tók 3 tíma og í fyrsta sinn notaði ég netið um borð, maður er orðinn eins og unglingarnir... hangandi í símanum allan daginn.

Þegar við tékkuðum okkur inn í New York voru Þóra Hrönn og maðurinn hennar á eftir okkur í röðinni við öryggisleitina... lítill heimur.

Flugið heim tók 5 tíma og ég rétt náði 3 bíómyndum... Harpa sótti okkur og keyrði heim í kulda og ófærð... brrrrr ég lagði mig fram að hádegi og fór svo að vinna. 


Jackson MS - New Orleans LA

Við tékkuðum okkur út af Days Inn kl 5 am... og keyrðum í miðbæinn þar sem Jackson Mississippi Blues Maraþonið byrjar og endar. Lúlli verður að bíða þar eftir mér.

Við fengum stæði á besta stað fyrir hann, því það var spáð rigningu í upphafi hlaups og svo sól, þarna hafði hann ágætis yfirsýn yfir start og mark... og stutt í bílinn. 

Hlaupið var ræst kl 7 am og því er gert skil á byltur.blog.is

Strax eftir hlaupið keyrðum við til New Orleans tæplega 200 mílur og tékkuðum okkur inn á Travelodge, ágætis hótel og mér sýnist vera stutt í búðir hérna. Við fljúgum heim á mánudag, fyrst til New York og svo heim um kvöldið.

Travelodge 
220 Westbank Express Way, Harvey, LA 70058
Phone: 504 366 5311  room 129


Houston TX - New Orleans LA - Jackson MS

Við dunduðum okkur til kl 10, pökkuðum, skráðum okkur út af hótelinu, skiluðum bílnum og tókum skuttluna í flugstöðina. Við áttum flug um eittleytið. 

Hagstæðasta flugið var til New Orleans og svo keyrðum við til Jackson MS.

Aumingja Lúlli varð fárveikur í flugstöðinni og illa haldinn í fluginu og á keyrslunni.

Það var komið niðamyrkur þegar við komum til Jackson...

Days Inn Pearl/Jackson

235 South Pearson Rd Pearl, MS 3920

phone 601 932 6009 room 115


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband