Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014
4.3.2014 | 09:15
Komin heim :)
Ég var vöknuð fyrir allar aldir... leit út um gluggann og sá að bílnum hafði verið pakkað inn í klakabrynju. Bíðari nr 1 hringdi með áhyggjur vegna þess að svo mörgum flugum hafði verið aflýst eða seinkað í kringum Little Rock eða Arkansas. Hann vildi endilega að ég reyndi að flýta fluginu ef það væri hægt.
Maðurinn í lobbýinu hringdi fyrir mig en fluginu fyrir hádegi hafði verið aflýst og mitt flug var það fyrsta til Denver. Ég ákvað að mæta mjög snemma og fara stystu leið að taka bensín, kaupa nesti og skila bílnum. Það var eins gott að ég ætlaði snemma af stað, því ég var 20 mín að þýða bílinn - rúðurnar og að opna framhurðina, rennihurðarnar afturí voru óvirkar. Göturnar voru eins og skautasvell og mér fannst ég ólýsanlega heppin að hafa bensínstöð við hliðina á hótelinu... og þar keypti ég líka nesti.
Í flugstöðinni var allt stopp - ekkert flug á áætlun og margir þegar búnir að missa af tengiflugum. Ég gat ekki tékkað kassann minn alla leið, en það átti ekki að vera vandamál ef flugið væri á réttum tíma... En svo varð rúmlega hálftíma seinkun á brottför frá hliði og löng röð í loftið. Mér var hætt að lítast á blikuna en treysti á Guð... það er nefnilega ekki flogið alla daga heim frá Denver.
Doug Meadows frá Fort Collins, a fellow Maniac, var með sömu vél og hann bauð mér að taka kassann á komubandinu og koma honum á Icelandair ef allt færi á versta veg... og hann athugaði á skjánum hvar Icelandair vélin var á meðan ég beið eftir töskunni sem var tekin af mér.
United Airlines lagði við rana niðri og innst inni í enda á terminal B. Vélin var svo lítil að handfarangur var tekinn af farþegum og afhentur við dyrnar við komu. Ég beið í 5 mínútur eftir töskunni, af þeim 20 mín sem ég hafði þar til Icelandair átti að fara... og síðan hljóp ég af stað... vegalengdin var svona ca 6 Leifsstöðvar og ég þurfti að taka lest að auki á milli terminala.
Þegar ég koma að Icelandair vélinni var búið að loka hliðinu og kona að koma út... Ég náði varla andanum þegar ég stundi að ég ætti sæti í vélinni. Konan hljóp niður ganginn og til baka aftur... þá hringdi hún og spurði hvort þau hefðu getað opnað dyrnar aftur og gerði miða fyrir mig. Ég hljóp niður ganginn og hef sjaldan verið eins fegin að ná flugi. Ég var svo fegin að ég hringi heim í Bíðarann til að láta hann vita að ég hefði náð fluginu... Það mátti ekki tæpara standa - Guði er enginn hlutur um megn.
Eftir tveggja tíma flug kom flugfreyjan og sagði að "taskan" mín hefði náð um borð... en það hefur verið taska einhvers annars... það var örugglega mikið kaos í töskudeildinni þegar mikið af farþegum þarf að bíða og er jafnvel að skipta um flugleiðir.
Því miður náði kassinn minn ekki um borð og næsta flugvél frá Denver kemur á fimmtudagsmorgun... en ég fékk tölvupóst frá Doug um að hann hefði tekið kassann og afhent starfsliði United hann ásamt töskumiðanum mínum og orðsendingu frá mér (sem var skrifuð á ælupoka) því það var enginn í afgreiðslunni hjá Icelandair.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2014 | 14:28
Komið að heimferð
Veðrið í gær var hrikalegt, ég sleppti því alveg að fara út eftir hlaupið, át frekar eittthvað drasl sem ég var með og keypti mér sprite í sjálfsalanum. Fyrst var þrumu og eldinga-show og svo kom haglél... Allt var orðið hvítt um kvöldið.
Í morgun hefur nokkuð verið um frestun á flugi, Bíðari nr 1 hafði áhyggjur af því að ég kæmist ekki heim... svo ég fékk manninn í lobbý-inu til að hringja fyrir mig og fá staðfestingu á flugi eða jafnvel að fara fyrr. Nei, fluginu til Denver var frestað í morgun svo mitt flug er það fyrsta þangað.
Bíllinn var hvítur af snjó og ég ætlaði bara að skafa á íslenskan hátt... en NEI TAKK... það var eins og hann hefði verið hraunaður með ísregni undir snjónum... Ég býst við að það taki tíma að láta þetta bráðna. Svo sýnist mér líka að það sé glerhálka.
Það er ekkert annað að gera en að fara snemma af stað, vera tímanlega. Ég á flug til Denver kl 13:24 eh og heim kl 16:15.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.3.2014 kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007