Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Boston MA - Keflavík

Ég stoppaði M Ö R G U M sinnum á leiðinni til Boston og bætti í töskurnar... Ég fór á Meadow Glen Mall og borðið á buffetinu... var eiginlega að bíða eftir að tíminn liði. 

Margaríta í Boston 14.okt 2013

Sem betur fer fór ég snemma af stað út á flugvöll því ég lenti í umferðar-sultu (traffic-jam) og var um klst að fara rúmar 6 mílur. Þessi ferð er búin að vera hreinn LÚXUS... æðislegur bíll og dekur-hótel. þegar ég skilaði bílnum sagði strákurinn að það kæmi ekki til greina að ég færi að dröslast með rútunni með allt þetta dót og fékk mér einkabílstjóra. Engin smá þjónusta.

Margaríta í Boston 22.okt 2013

Það var bráðnauðsynlegt að smella í sig einni Möggu á flugstöðvarbarnum ;) og hún var ekki af verri endanum. Stærsta staup sem ég hef fengið.

Vélin fór á loft kl 21 og ég var svo heppin að miðjusætið í minni röð var autt... lúxus ALLA leið heim... því Bíðari nr 1 sótti mig á völlinn.

Ég ferðaðist um 3 fylki, komst í gegnum 2 maraþon og keyrði 351 mílu á 4 dögum... fyrir utan að versla... það er bara ágætt :) 


Middletown/Newport RI - Boston MA

Ég er gráti næst að þurfa að yfirgefa þennan lúxus... en nú er komið að heimferð... ég er búin að fá mér dýrindis morgunmat, sem ég gat auðvitað ekki nýtt mér í gær þegar ég fór eldsnemma af stað í maraþonið og maulaði þurra beyglu á leiðinni. 

Það eru bara rúmar 70 mílur til Boston... og flugið heim er kl 21:00 svo ég hef nógan tíma til að bæta einhverju í töskurnar. Svo ég dríf mig af stað þegar ég hef klárað að pakka niður.


Hartford CT - Newport RI

Eftir maraþonið í Hartford CT, fór ég strax að leita að bílnum... og leiðin lá til Rhode Island.  Ákveðin í að hlaupa EKKI í dag (sunnudag), ég fékk herbergið á Quality Inn og HVÍLÍKUR LÚXUS... ég var með stórt rúm, stórt baðherbergi og auka baðherbergi með heitum potti með nuddi... Mín naut sín eins og drottning :)

Ég dúllaði mér og tilbúin í rúmið uppgötvaði ég að ég hafði gleymt vekjaraklukkunni úti í bæ... Nohh, ég átti að sofa á mínu græna á meðan hinir Maniac-arnir og 50 State-ararnir myndu streða þetta maraþon.  

936 W. Main Road , MiddletownRIUS02842

  • Phone: (401) 846-7600 room 106

 


Kefl - Boston MA - Hartford CT

Gullið keyrði mig upp á flugvöll eh... Aldrei þessu vant þá ætlaði ég að sofa á leiðinni út, bjóst við að ég væri búin að sjá allar bíómyndirnar og líka að það væri rigning í Boston og leiðinlegt að keyra og þá er betra að hafa athyglina í lagi. 

Ekki gat ég sofnað svo ég byrjaði á tveimur nýjum myndum og hætti (þær voru leiðinlegar) svo við þær og horfði á I robot einu sinni enn :/

Lúxuskerran mín

Man ekki hvenær ég flaug síðast til Boston og nú er búið að breyta, allar bílaleigurnar eru komnar í eitt þjónustuhús... Það var ágætt því ég gleymdi mér fyrst og beið hjá Hertz en varð að færa mig til Budget. Ég fékk hvílíka LÚXUSKERRU, VÁ og ég naut mín í botn þegar ég keyrði þessar rúmar 100 mílur til Hartford í þessu bjarta og fína veðri... þó það væri kolniða-myrkur ;)

Við Lúlli höfum örugglega verið áður á þessari áttu. Ég man svo vel eftir henni frá því síðast. Ég hljóp þetta maraþon 2010 
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/1105178/


Super 8 Hartford

1.6 miles from destination

57 W Service Rd,  Hartford,  CT,  US ,  06120-150
Phone: 1-860-246-8888 room 147


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband