Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Leggjarbrjótur í 3ja sinn

FYRIR... Leggjarbrjótur 25.7.2011Við vorum fimm, ég og dæturnar 3, Helga, Harpa og Lovísa og svo kom Clara líka með. Minnið var ekki betra en það að ég mundi ekki nákvæmlega hvar við fórum síðast að Svartagili. Fengum leiðbeiningar í I-miðstöðinni, fyrst rangar uppl en síðan réttar.

Veðrið var ágætt, hélst þurrt, var aðeins skýjað á köflum en það létti til þegar von var á útsýni. Við gerðum eins og síðast - stoppuðum smástund á 2ja km fresti. Í einu stoppinu varð Draumur viðskila við okkur án þess að við yrðum þess varar. Þegar það uppgötvaðist leituðum við en ekkert dugði. Héldum því áfram hundlausar og vonuðum að hann dúkkaði upp á leiðinni.

EFTIR... Leggjarbrjótur 25.7.2011Leiðin frá Svartagili á Þingvöllum að Hvalfjarðarbotni er 16 km og 3 km fóru í leit að hundinum sem fannst síðan sem betur fer um kvöldið, hágrátandi greyjið.

Bílstjóri ferðarinnar á afmæli í dag og fékk afmælissöng í ferðinni og þá ánægju að bíða eftir okkur. Við vorum ekki komnar heim þegar leit var hafin að Draumi sem fannst sem betur fer innan nokkurra klukkutíma.

19 km í allt - 6 tímar og 19 mín.


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband