Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Alltaf nóg að gera...

Ég ,,hvíldi" í viku eftir Reykjavíkurmaraþon, sem þýðir að ég hef bara gert meira af öllu öðru en að hlaupa... Í ,hvíldinni" hef ég gengið og hjólað... tekið nokkur spjöld í ratleiknum, tínt ber og fl.

Ég hef farið 2-3 svar á hvern stað í ratleiknum í sumar... fyrst með Svavari svo Berghildi og Tinnu. Þannig að maður er á sífelldri hreyfingu. Nú er ég búin að kaupa mér hjól... og hef ekki átt hjól síðan ég var krakki Wink... en hjólað stundum á Lúlla hjóli.

Nú byrjar skólinn hjá mér á morgun Halo 13 bækur þykkar og miklar bíða Blush

 


Skilum lausnum á morgun

BekkjarskútinnVið Svavar náðum tveim síðustu spjöldunum sl fimmtudag... það voru nr 26 og 27.
Það var lengst að fara og erfiðast að landa þessum. Berghildur og Tinna voru með okkur... leitin tók okkur 6 klst... við rétt náðum að komast í bílinn fyrir myrkur. Þegar heim kom var Lúlli búinn að grilla og við fengum ís og ný-tínd ber í eftirrétt.

 

Venus í bakpokaÁ laugardag var svo Reykjavíkurmaraþon, heilt hjá mér og 10 km hjá Svavari Whistling 

Í dag, þriðjudag fórum við Tinna að leita að síðustu þrem spjöldunum hennar Smile nr. 23, 24 og 25.

Varða eða riddari á taflborði?Við vorum bara tvær... Venus kom líka með... leitin tók okkur 5 klst.
Nr 24 vafðist aðeins fyrir okkur, við týndum gönguslóðinni á tímabili og litlar tásur voru orðnar þreyttar... Venusi var skellt í bakpoka og þar sat hann hinn ánægðasti. Tinna var ákveðin í að klára ratleikinn í dag Joyful

Tinna hefur verið ótrúlega dugleg, verður 10 ára í des - Nú er hún búin að fylla út alla reitina og á morgun ætlum við að skila lausnunum inn.  


Ratleikurinn í fullum gangi

Við Svavar eigum bara 2 spjöld eftir... ég hef verið að fara í annað og þriðja sinn í leit að hinum spjöldunum og þá með Tinnu og Berghildi. Upp á síðkastið höfum við fléttað berjatínslu og hellaskoðun við ratleikinn - sem gerir þessar ferðir að hreinu ævintýri.

Ofaní Skátahelli í Heiðmörk

Við fórum ofaní Skátahelli í Heiðmörk en það eru komin yfir 40 ár síðan ég fór fyrst ofaní þennan helli og það er alltaf jafn gaman. Ég man eftir borði í gamla daga... það hafði verið smíðað úr fjölum. Mér finnst leiðinglegt hvað fólk skilur eftir mikið af rusli - alls staðar voru sprittkerti, pokar og fl. Hellirinn er samt spennandi og nú fer ég með barnabörnin ofaní hann Kissing 

Berjatínslan hefur líka verið frábær - hvílík spretta og berja-hlunkar sem við erum að borða á kvöldin með sykri, ís og þeyttum rjóma... ummmm Tounge   


Fimmvörðuháls 9.8.2010

Fimmvörðuháls, gengið frá Skógum

Við reyndum að finna besta daginn - til að fá besta veðrið. Veðrið var gott á Skógum og þar til við komum að nýja hrauninu - þá var mikil uppgufun úr því og þokuslæðingur niður fyrir Moringsheiði.

Við vorum fjögur sem gengum saman, ég, Harpa, Clara og Ágúst. Við Harpa vorum að ganga þessa leið í annað sinn en Clara og Ágúst voru að fara í fyrsta sinn. 

Eins og áður, skiptir ÖLLU að hafa góðan bílstjóra og grillara sem bíður eftir manni Cool

p8090052.jpg

Við tókum strax þá ágætu ákvörðun að stoppa og anda aðeins á 3ja km fresti. Okkur sóttist ferðin vel og margir á gönguleiðinni í báðar áttir.

Það var stórkostlegt að sjá hvernig heitt öskulagið hafði formað snjóbreiðurnar upp við jöklana.  

 

p8090057.jpg

Á nýja hrauninu fann maður fyrir hitanum enda brennandi hiti nokkrum sentimetrum undir yfirborðinu og rauk upp úr götum eftir göngustafina.

Það var eins og við værum í öðrum heimi. Talsverð uppgufun og þoka varnaði því að við fengjum gott útsýni yfir Þórsmörkina en við sáum ágætlega nýju fjöllin Magna og Móða og hraunið í kring. 

Ég var með Garmin-úrið og mældi leiðina 23,7 km og við vorum 8 tíma og 24 mín. á leiðinni. 

Þegar komið var í Bása var grillað í yndislegu veðri, logn og blíða. Ferðin til baka gekk vel - lítið í sprænunum sem þvera veginn uppeftir... Smile 

 


Glæsilegt

Hvað gerist ???
14.ágúst nk mun vilja svo til að Icelandair lækkar skyndilega fargjöldin hjá sér... en þá er kannski of seint í rassinn gripið. Við þolum ekki endalaust hátt verð og einokunaraðstöðu.
mbl.is Delta Air Lines hefur flug til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selvogsgata og Leggjarbrjótur

Ég tók Selvogsgötuna á laugardaginn... -kleppur hraðferð- 16 km á 2 tímum og 40 mín... hraðamet hjá mér.
Leggjarbrjótur að baki
Í gær sunnudag fór ég síðan ,,gæðaferð" á Leggjarbrjót með Hörpu, Svavari, Lovísu og Mílu. Ég mældi leiðina með Garmin-úrinu mínu og mældist leiðin 16,6 km. Við héldum vel áfram en stoppuðum smá stund á 2ja km fresti og tók ferðin 5 tíma og 35 mín Kissing

Veðrið var einu orði sagt frábært. 

Við Berghildur gengum þessa leið með Ferðafélaginu fyrir nokkrum árum í þoku og mundi ég ekki eftir neinu nema Glym úr þeirri ferð... Þoku-ferð skilur sem sagt ekkert eftir sig - það er svipað og að skilja minniskortið eftir heima Joyful

PS. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá Berghildi, þá gengum við saman Leggjarbrjót í júlí 2001


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband