Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Síðasta vikan í skólanum

Tíminn flýgur... síðasta vikan í skólanum og allt á fullu. Pinch
Ég fékk heimapróf í Stefi í guðfræði Nt, opinberunarritum, á kl 5 á föstudag og er búin að vera límd við tölvuna til að svara því. Prófið er 5 spurningar. Sú fyrsta í 10 liðum, ca 100 orð á hvern lið. Hverri spurningu á að svara í uþb 1000 orðum. W00t  
Ég er búin með fyrstu og hálfnuð með aðra.
Hvílík vinna... en þetta verður að hafast eins og annað Whistling

Afmælisbörn mánaðarins

kisa með rósNokkrir í fjölskyldunni eiga afmæli í nóvember. Sonurinn á afmæli í dag, nafna mín nær þeim langþráða áfanga að fá bílpróf og síðasta daginn í mánuðinum á ég sjálf afmæli.

Heart  7.nóv ... Svavar         27ára
Heart  8.nóv ... Sverrir Björgúlfur
                    langafabarn Lúlla 6 ára
Heart29.nóv ... Bryndís Líf    17 ára
Heart30.nóv ... gamlan sjálf 54 ára... og Björg vinkona ári eldri

Úff, ég er 10 árum eldri en Bryndís og Svavar til samans Crying
Innilega til hamingju með daginn Wizard


Vorum að klára að pakka

Ég mætti í Ásvallakirkju kl 9 í kvöld til að klára að pakka niður í skókassana... þetta verkefni er yndislega gefandi. Í mörg ár erum við hjónin búin að horfa á dvd diskana okkar sem sýnir þegar Franklin Graham stofnandi þessa verkefnis sem heitir "Operation Christmas Child" á ensku, afhendir skókassa til munaðarlausra og veikra barna í Afríku...

Við höfum verið í Usa í okóber síðustu 10 ár og höfum alltaf misst af því að taka þátt og það verður að viðurkennast að verkefnið er ekki mikið auglýst... EN NÚ gerðist það. Við vorum með og það er góð tilfinning.

Í kassana fóru ýmsar hreinlætisvörur, einhverjar flíkur, smá nammi og Guðs blessun til viðtakandans. 


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband