Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Skrattinn á veggnum ???

Ég skrifaði hér fyrir neðan að ég væri fylgjandi banni við búrkum... ekki bara sem mannréttindamáli fyrir konur - heldur sagði ég að hryðjuverkamenn gætu falið sig undir búrkunum. Ekki voru allir sammála og var ég sökuð um að mála skrattann á vegginn... en hvað kemur á daginn !
Fréttablaðið greinir frá því í dag á bls. 4... að menn klæddir búrkum stundi rán...

Ræningjar í Bretlandi:
Búrkuklæddir þjófar á ferð
BRETLAND, AP Breska lögreglan leitar nú ræningja sem hafa framið þrjú vopnuð rán í landinu á undanförnum mánuðum. Í öllum tilvikum hafa ræningjarnir verið íklæddir búrkum, klæðnaði sem sumar múslimskar konur klæðast og hylur allan líkama og andlit. Á þriðjudag var úrum fyrir tugþúsundir punda stolið úr skartgripabúð í Banbury, norðvestur af London. Tvö svipuð rán hafa verið framin frá því í byrjun júlí og skoðar lögregla nú hvort sömu aðilar voru að verki í öllum tilvikum. - þeb  

Stutt í berjamó :)

Ég skellti mér í berjamó... og hef aldrei verið eins fljót að tína ber... týndi 2 stórar dollur úr úr ísskápnum hjá Eddu og Emil... sá engan rjóma þar svo ég varð að kaupa hann.

Við vorum næstum eins fljót að borða berin eins og að tína þau... Þetta er svo gott... vanilluís neðst, svo hrúga af bláberjum með sykri og svo rjómi í toppinn...

Svo er maður steinhissa á aukakílóunum Blush


Næsta ferð til Usa

Þá er búið að kaupa næstu ferð... Bíðari nr 1 datt niður á hagstætt fargjald :)
það þýðir ekki annað en að halda sér við efnið. Þessi ferð verður bara stutt eða 5 dagar.

Við förum 1. okt til Boston...


Menningarnótt

Öll dagskráin ber nafnið Menningarnótt þó dagskráin fari fram að degi til og að kvöldi til... Ekki réttnefni.

Ég hljóp maraþonið í morgun... heilt maraþon í 13.sinn í röð í Reykjavík... og er hæst ánægð með daginn þó það hafi blásið á móti og rignt.

En vegna þess að veðrið er ekkert spennandi ætla ég bara að láta þar við sitja og njóta sjónvarpsdagskráarinnar í stað þess að fara aftur í bæinn í alla umferðarhnútana eftir flugeldasýninguna.


Hvað gerist nú?

Síðast þegar HR.ÓRG féll af baki, féll hann fyrir Dorrit, það er spurning hvað gerist nú? 
mbl.is Ólafur Ragnar slasaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bannið búrkur

Ég held að fólk átti sig ekki á hvað það er hættulegt að leyfa fólki að ganga í svona ,,tjöldum" á almannafæri. Við lifum á tímum hryðjuverka... Ég vona að þeir banni þessar búrkur, það er hægt að fela allt undir þessu - meira segja menn með hríðskotabyssur.


mbl.is Meirihluti Dana vill búrkurnar burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PA - NY - Ísland

Þá erum við komin heim... Við þorðum ekki annað en að fara snemma af stað því maður getur lent í þvílíkum umferðarteppum í New York. En það rættist furðanlega úr og við vorum komin 3 tímum of snemma svo við kíktum í Walmart sem var ,,rétt hjá" þar sem við keyptum okkur SUBWAY í nesti.

Við skiluðum bílnum á réttum tíma og höfðum keyrt 2.074 mílur... en hvílíkt glæpaverð er orðið á þessum bílaleigubílum...
11 dagar kostuðu 88.400 kr ísl.  Þetta er hreinasta klikkun.

Flugið heim var 5:10 mín og lent rétt rúmlega 6... ég náði að horfa á 1 þátt og 1 og hálfa bíómynd á leiðinni.
Við biðum uppi í fríhöfninni eftir að hitta Helgu og Tinnu sem var mjög spennt yfir að vera að flytja til Svíþjóðar. Við höfðum ekki langan tíma saman - þær áttu flug 7:50... það er alltaf erfitt að kveðja en í nútímaunum er orðið styttra á milli staða en áður Wink hægt að skreppa í heimsókn.

Týri beið fyrir utan á jeppanum... búinn að þrífa hann með tannbursta... bíllinn alltaf eins og nýr ef maður fær að ,,geyma" hann hjá þeim... það er ekkert smá þægilegt að geta keyrt heim.


Stroudsburg, Pennsylvania

Nú er komið að ferðalokum, við keyrum í allan dag frá Cleveland Ohio áleiðis til New York. Tókum hótel í East-Stroudsburg. Við vorum orðin dauðþreytt á keyrslunni þó vegirnir séu beinir og góðir og umferðin gengur smurt fyrir sig... það var heitt úti, frá 88-92°F... eða um og yfir 30°c

Við pökkuðum endanlega í töskurnar... við skilum bílnum á morgun kl 3 og flugið er um kl 20. Við ætlum að reyna að hitta Helgu og Tinnu í fríhöfninni en þær eiga flug til Svíþjóðar kl 7:50

Days Inn East Stroudsburg
150 Seven Bridge Rd US 209, US 209 / I 80 Exit 309, East Stroudsburg, PA 18301 US
Phone: 570-424-1951 room 109


Cleveland Ohio

Við tékkuðum okkur kl 7 út í morgun... fyrir maraþonið... keyrðum til Lowell, þar sem ég borgaði mig inn í hlaupið (var á sér samningi) og fékk númerið afhent.

Lúlli beið eftir mér... ræfillinn Frown... því þetta tók þvílíkan tíma enda erfiðasta maraþon sem ég hef nokkurntíma hlaupið. Ég var gjörsamlega búin á eftir...

Strax eftir maraþonið keyrðum við í 4:30 tíma áleiðis til New York... tókum aftur sama hótel og í vesturleiðinni og fengum meira að segja sama herbergi. Jeminn hvað það var gott að komast loks í sturtu.

Americans Best Value Inn
14043 Brookpark Rd, Cleveland Ohio 44142   room 410 eins og síðast :)


Grand Rapids, Michigan

Við keyrðum í allan dag... fórum frá Cleveland Ohio um 9 í morgun og komum til Grand Rapids í Michigan um hálf 6. Auðvitað tókum við nokkur stopp á leiðinni... erum enn að reyna að finna það sem á að kaupa í Ameríkunni.
Þetta hótel er í 12 mílna fjarlægð frá gögnunum... sem verða sótt á morgun til Lowell.

Super 8 Grand Rapids.... við gistum hér í 2 nætur
4855 28th Street SE, Grand Rapids, MI 49512 US
phone: 616-957-3000    room 106

Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband