Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Fórum norður á Mývatn

Við renndum norður á Mývatn á föstudaginn... helgarspáin var leiðinleg fyrir sv-hornið, góð fyrir norðan... og svo var Mývatnsmaraþonið á laugardag. Bíðarinn var harðákveðinn að fara þangað og ,,bíða"... svo ég hljóp á meðan hann beið Wink

1.sæti 50-59... Mývatnsmaraþon 30.05.2009Ég hljóp þetta blessaða maraþon sem ég hélt ég hefði hlaupið í alsíðasta skipti í hitteð-fyrra... hallinn á veginum fer alveg með mig.
Ég var svo óheppin að brjóta festinguna á glerinu í hlaupagleraugunum og hljóp með þau teipuð saman með límbandi... ég verð að hlaupa með sólgleraugu.
Við fengum ágætis veður, það var mjög hvass mótvindur fyrstu 23 km en í staðinn var engin fluga Woundering, öll umgjörð um hlaupið var góð og grillið á eftir var frábært.

Við gistum 2 nætur á Skútustöðum... lögðum af stað suður í dag, hvítasunnudag. Við misstum alveg af jarðskjálftunum sem voru fyrir sunnan bæði á föstudagskvöld og laugardeginum. 
Á leiðinni suður stoppuðum við á Blönduósi og grilluðum okkur lærisneiðar á tjaldstæðinu. Þegar við komum heim skein sólin á móti okkur Cool 


Angels and demons

Sá myndina með syninum... verða að segja að plottið í myndinni var gott og Róm er sérlega spennandi umhverfi. Mig dauðlangar að fara þangað og skoða þessar kirkjubyggingar.

Ég get ekki sagt að mér hafi fundist myndin spennandi fyrr en á síðustu mínútunum... og ég skildi aldrei hvers vegna þessi vísindakona fór frá Genf til Vatikansins í Róm þegar andefninu var stolið???

Myndin fær SmileSmile 2 bros-kalla hjá mér


Hagl í Hafnarfirði

Það hefur enginn minnst á það að það kom hagél í Hafnarfirði í gær... nánar tiltekið á Völlunum í Hafnarfirði.

Ekki beint árstíminn fyrir haglél... en fyrir mörgum árum þegar ég hljóp Bláskógaskokkið (frá Þingvöllum til Laugavatns) þá fengum við sýnishorn af öllu veðri tvisvar sinnum á þessari 16 km leið. Við byrjuðum í sól og blíðu, svo hvessti, síðan rigndi og á eftir kom haglél... og svo aftur sama rútínan og þetta var í júlí.

Eins og maður segir... það er aldrei hægt að treysta á veðrið á þessu landi.


mbl.is Óvenju kalt í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tannheilsa barna

Ég horfði á Kastljósið í gær, hef annars ekki mikinn áhuga á svona ,,spurningaþáttum" því fólki gefst svo sjaldan færi á að svara - spyrjandinn er venjulega kominn með aðrar spurningar áður.
En umræða þáttarins var um hvort það væri til bóta fyrir tannheilsu barna að setja á sérstakan skatt á sykur.

Í allri umræðunni sem hefur farið fram um tannheilsu barna virðist engum detta í hug að HVETJA BÖRNIN TIL AÐ BURSTA TENNURNAR.... umræðan snýst öll um að fá ókeypis tannlæknaþjónustu.

Ég man þegar ég var lítil og fékk lýsispillu á hverjum morgni í skólanum... þetta var liður í heilsuátaki... þetta sama er hægt að gera með tannburstun. Við vitum að mörg börn nenna ekki að bursta tennurnar, en sé það gert að reglu að bursta þær eftir nestistímann í skólanum þá verður það að vana. Hvert barn gæti átt sinn tannbursta í sinni körfu eða hillu í skólastofunni.


Dásemdar veður

Hvílíkt dásemdarveður er úti, ég er að spá í að skokka aðeins í dag... það er ekki hægt að láta svona veður fram hjá sér fara. Auðvitað er eina vitið að sleikja sólina og ís... heitt og kalt er að meðaltali gott Joyful

Það er annars erfiðast að eiga við letina sem færist yfir mann í svona veðri. Þegar vindurinn hættir að flýta sér... róast maður sjálfur - skrítið !!!


Valdarán...

Nýfæddur Lovísu og Gunnarsson

Litli kútur og mamman eru komin heim... og foreldrarnir komust að því á fyrsta sólarhringnum, hvað þau ráða litlu. Það er sá minnsti og sætasti sem stjórnar... amk í bili Joyful

Við... þessi eldri og reynari vissum þetta fyrirfram... hann er stjarnan sem beðið var eftir og allt mun snúast um. 

Ég stal þessari mynd af prinsinum á facebook Kissing


Gengið á Esjuna

Esjan 21.maí 2009Vala sótti mig rúmlega 9... Sjöbba systir hennar kom líka með. Veðrið var dásamlegt. Það voru ekki margir á leiðinni upp Esjuna þegar við lögðum af stað...
Ég tók tímann - bara að gamni mínu. Við vorum nákvæmlega 1:20 mín upp. Við fengum einhvern til að mynda okkur á toppnum.

Útsýnið var gott, þó var eitthvað mistur yfir Reykjavík... niðurleiðin tók slétta klst. og ferðin í það heila, að heiman og heim aftur... tók 4 tíma.

Cool alveg frábært...


Litla fjölskyldan farin aftur til Keflavíkur

nýfæddur Lovísu og Gunnarsson 20.maí 2009Heart Heart Heart

Litli krúttilingurinn og foreldrarnir fóru aftur á sjúkrahúsið í Keflavík í dag. Ekki er vitað hve lengi þau verða þar, en sá litli svaf af sér ferðalagið og hver veit hvort hann fái titilinn ,,ferðamála-frömuður Suðurnesja"  enda kominn með ,,þónokkra reynslu" af brautinni rúmlega sólarhringsgamall.


Nýtt barnabarn :)

Blush það var erfið biðin, allan daginn í gær (mánudag)... eftir að 6. barnabarnið kæmi í heiminn. Við renndum suður í Keflavík og vonuðumst til að ná því að sjá kraftaverkið glænýtt... en fórum heim aftur um kvöldið...

Lovísusonur 19.maí 2009InLove Stjörnur eru vanar að láta bíða eftir sér og drengurinn kom í heiminn kl. 2:40 í nótt.  Sannkallað kraftaverk... þyngd og lengd voru ekki komin á hreint en pabbinn var að rifna af stolti.

Kissing Til hamingju Lovísa og Gunni Heart

Heart Drengurinn er rúmar 16 merkur (4080 gr) og 52 cm... og í nótt flutti nýja fjölskyldan á Lsp í Rvík því skurðstofan í Keflavík var lokuð. Fylgjan var föst og Lovísa þurfti að fara í aðgerð... sem gekk vel. Litla fjölskyldan er enn í Rvík og ekki ákveðið hvort eða hvenær þau fara aftur á fæðingardeildina í Keflavík.


Misræmi guðspjalla... Mark 6:8-11

Mark 6:8 Hann bauð þeim að taka ekkert til ferðarinnar annað en staf, ekki brauð, mal né peninga í belti.
-9- Þeir skyldu hafa skó á fótum, en ekki tvo kyrtla.
-10- Og hann sagði við þá: Hvar sem þér fáið inni, þar sé aðsetur yðar, uns þér leggið upp að nýju.
-11- En hvar sem ekki er tekið við yður né á yður hlýtt, þaðan skuluð þér fara og hrista dustið af fótum yðar þeim til vitnisburðar.

Jesús sendi lærisveinana út tvo og tvo saman. Mark og Matt ber ekki saman í frásögnum sínum þó frásagnirnar eigi mjög líklega af sama atviki.
Í Matt 10:1-10 og Lúk 9:1-5, fá lærisveinarnir ekki aðeins vald til að reka út óhreina anda heldur fá þeir einnig vald til að lækna. Þá segir í Matt 10:10 ...að þeir eigi ekki að taka neitt með sér... ,,eigi mal til ferðar eða tvo kyrtla og hvorki skó né staf." og Lúk 9:3 segir ,,og sagði við þá: Takið ekkert til ferðarinnar, hvorki staf né mal, brauð né silfur, og enginn hafi tvo kyrtla."


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband