Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Er þessi kona í lagi?

Ef það er eitthvað sem skilar litlum eða engum arði út í samfélagið þá er það tónlistarhúsið.. Í þessu húsi verður starfsemi sem verður alla tíð að vera niðurgreidd svo almenningur geti notið hennar... GEYMUM þetta þangað til betur árar.  Við höfum ekki efni á byggingunni núna.
mbl.is Klára húsið með sóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir lepja dauðann úr skel...

Ég man eftir látunum sem urðu þegar ALLIR áttu að borga stefgjöld, hárgreiðslustofur og allir almennir staðir þar sem útvarp væri opið áttu að borga.  STEF ætlaði að hala inn peninga.
Ég man nú ekki hvernig þetta fór... held samt að þeim hafi tekist að fá þetta í gegn... en hvort sem þeim tókst það eða ekki, þá hafa tónlistamenn fram til þessa lapið dauðann úr skel samkvæmt skattaskýrslum.
Ég var í 15 ár í klúbbi sem leigði stundum skemmtikrafta og hélt árshátíðir... verðlagið á skemmtikröftunum og hljómsveitunum var himinhátt en allir voru þeir samt með ,,vinnukonulaun"

Nú eru menn að huga að skattaskýrslunum og fróðlegt að sjá hvað t.d. STEF borgar sínum mönnum út, fara stefgjöldin ekki bara í umsýsluna við að rukka þau inn, þ.e. laun starfsmanna??? 


mbl.is Lögbann á Torrent staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjað á öfugum enda?

Hvers vegna þurfti að stjórnin að víkja?  Var hún ekki að fara eftir þeim úthlutunarreglum sem voru fyrir og einhverjir aðrir settu... og þarf ekki að vera ,,einhver" stjórn á meðan reglurnar eru þá endurskoðaðar?

Ég er námsmaður á námslánum... ég veit að maður þarf að ná prófunum til að fá lánið?  Þess vegna eru lánin greidd eftirá.  Falli námsmaður í einhverju fagi, bætir það örugglega ekki að hafa þegar fengið námslánið... þá þyrfti að borga það til baka er það ekki ??? 
Ég get ekki séð annað en að Katrín verða sér úti um atkvæði námsmanna... hún er komin í kosningabaráttu.


mbl.is Vék stjórn LÍN frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað snýst kristin trú?

Fyrirsögnin segir sjálf svarið við spurningunni.... Kristin trú snýst um að trúa á Krist, ekki spádóma, hver sé antikristur eða hver hafi rétt fyrir sér um túlkanir á hinu ýmsu versum Biblíunnar. 

Sá sem kynnist Jesú og meðtekur hann sem frelsara sinn, þyrstir í að vita allt um hann... þá fyrst byrja hlutirnir að flækjast... því hinar ýmsu kirkjudeildir túlka ritninguna á ólíkan hátt og setja jafnvel verk framar trúnni, sem á þó að vera aðalatriðið.

Róm. 10:9-10
Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.

Þetta er mjög einfalt... sá sem trúir í hjarta sínu breytist... HEIMURINN ER SÁ SAMI.. sá sem trúir verður annar og betri maður... hann verður ekki fullkominn, en hann mun gera sitt besta til að vera ekki brotlegur við Guð og menn.
Meira er ekki hægt að gera.


Tala dýrsins 666

Ég fékk bækling inn um lúguna, ég þekkti strax að hann var frá Aðventistum. Hvíldardagurinn, Danielsbók og Opinberunarbókin eiga hug þeirra allan. Ég býst við að þessi bæklingur fari inn á hvert heimili.
Aðventistar eru besta fólk, ég hef oft farið á samkomu hjá þeim, finnst margt gott hjá þeim... en trúin er meira en hvíldardagurinn og spádóms-samlokurnar. 
Ég hef bloggað um það áður að Aðventistar telji Kaþólsku kirkjuna vera antikrist... eitt af táknunum er einmitt yfirskrift embættis páfa... VICARIUS FILII DEI... þar sem Aðventistar leggja saman rómversku tölurnar í nafninu og fá út tölu dýrsins 666

Eitthvað finnst mér skrítið að þeir telji bæði stafina V og U vera töluna 5 og þess vegna kíkti ég á þessa síðu á netinu sem sýnir hvernig rómversku táknin eru hugsuð og hvaða tölur gilda fyrir hvern staf.
http://gwydir.demon.co.uk/jo/numbers/roman/index.htm#count

Fáið þið út... 666 ?


Fyrirgefið...

Fyrirgefið er ég að missa af einhverju... Var Steingrímur ekki alfarið á móti því að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn - fyrir stjórnarslit ???  Mig minnir það !
Mbl.is  Fylgja áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Óska þeim góðs bata

Skjótt skipast veður í loft... það er alltaf sorglegt þegar fólk fær fréttir af alvarlegum veikindum, illvígum sjúkdómum. En sem betur fer fleygir læknavísinunum sífellt fram. Við státum af einni bestu heilbrigðisþjónustu í heimi... samt þurfa ráðherrar okkar, Geir og Ingibjörg Sólrún bæði að fara erlendis til lækninga. Megi þau ná sér að fullu.

Ég vona að sem minnstur niðurskurður, helst enginn... verði í heilbrigðisþjónustu okkar Íslendinga og að það verði aldrei þannig að við verðum að snúa frá vegna hárra innlagnar- eða skoðunargjalda á sjúkrahúsum landsins.


mbl.is Fráfarandi ríkisstjórn kveður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska þeim góðs gengis

Þó ég hafi verið á móti stjórnarslitunum núna... þó ég hafi ekki talið það breyta miklu að skipta um nokkra hausa... þá er það búið og gert.
Nýrri stjórn ber að óska góðs gengis og velfarnaðar í starfi... þau eiga að hafa okkar hag að leiðarljósi og tíminn er dýrmætur. 
Það verður þó sennilega spaugilegt að sjá Steingrím allt í einu sammála Samfylkingunni - ,,andstæðingnum sem kom þjóðinni á kaldan klakann með Sjálfstæðisflokknum"...
mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband