Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hvernig er tilfinningin, þegar ráðist er gegn henni?

Það er allt í lagi að mótmæla, en þegar mótmælin eru farin að snúast um það að eyðileggja eigur annarra, þá er ekki hægt að líða þau lengur.

Ég er viss um að Eva lítur öðruvísi á skemmdarverkin sem eru framin á hennar eigum... en þeim skemmdarverkum sem mótmælendur (og hún þar á meðal) fremja útí bæ.

Sá sem mætir á staðinn og tekur þátt í mótmælum sem fara út í öfgar, ofbeldi og skemmdarverk er í raun samsekur með stuðningi sínum við hópinn. 

Svo vaknar þessi spurning:
Eru menn með grímur til þess að geta gengið lengra í mótmælunum... eða skammast menn sín fyrir að mótmæla?


mbl.is Ráðist gegn Nornabúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjársdagur í Jackson Mississippi

Enn einu sinni... Gleðilegt nýjár... og takk fyrir það gamla Kissing

Við notuðum Nýjársdag til að keyra frá Tallahassee til Jackson, með smá viðkomu í Mobil Alabama. Við ætluðum að smella okkur á buffet þar en það var orðið kínverskt og við erum ekki á þeirri línu. Við vorum á sömu slóðum... þar sem við gistum þegar ég hljóp þar á 2.jan 2005. 

Við komum til Jackson um 7 leytið, þurftum að færa klukkuna aftur um klst. Nú er 6 tíma tímamunur við Ísland. Við verðum hér fram á sunnudag.

Super 8, 2355 Highway 80 West Jackson, MS 39204 US
Phone: 601-948-0680 Room 130


Gamlársdagur í Tallahassee North, Florida og brúðkaup í Californíu

Við erum á leiðinni til Jackson. Lögðum nokkuð snemma af stað. Komum við heima hjá Freddie og Carroll í Orlando áður en við lögðum í hann. Það var virkalega blessuð stund.

Um hádegið lögðum við af stað til Jackson og um 5 leytið ákváðum við að gista í Tallahassee. Tókum sexu, fengum okkur eitthvað að borða og smá í glas.  Áramótunum fagnað án flugelda eins og undanfarin fjögur ár sem við höfum fagnað áramótunum í Usa. Við sáum skaupið á netinu... mér fannst það bara ágætt... loksins sá maður ný leikara-andlit Smile

Steinunn frænka í Kaliforníu gifti sig í dag, sá heppni er Howard Green... og það er ekkert ,,grín"... ég held ég fari rétt með... að hann sé aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Disney. Svo að eftir þennan dag er Steinunn ,,Meira hátta" orðin, Steinunn ,,Grín"
Til hamingju... Steinunn, Bragi, Jonna og börn.

Heart  Við Lúther... óskum brúðhjónunum alls hins besta, KissingKissing  allrar þeirrar hamingju sem hægt er að njóta til hins síðasta dags. Megi himins blessun umvefja þau og heimili þeirra. 


« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband