Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Bragi Freymóðsson 88 ára

Bragi
Kissing   Til hamingju með daginn frændi....

Bragi frændi í Santa Barbara varð 88 ára í gær, 27.febr.  Við hringdum og sungum afmælissönginn fyrir hann.  Það var allt gott að frétta af þeim öllum, honum, Jonnu og Steinunni. 

Jæja, sagði hann, hvernig líkar ykkur þarna?

Hmmm... við erum búin að uppgötva að það er allt miklu frumstæðara hér, annar háttur á öllu..... og að....

Heart   We love California


Hungur

Við höfum varla fengið almennilega máltíð í þessari ferð.  Þessi fylki, Louisiana og Arkansas hafa annan brag á matsölustöðum en við eigum að venjast í Bandaríkjunum. 

Um daginn fórum við á Country Bar-B-Q stað.  Við störðum á diskana þegar þeir komu, besta lýsingin á kjötinu !..... kalt niðursneitt álegg, engin sósa og ein bökuð kartafla.  Við vorum svöng.  
 

Við erum ekki fyrir kínverskan mat því þar stendur sífellt yfir leitin að nautinu og kjúklingnum svo að þegar við slógum inn ,,buffet” á Garminum, þá völdum við Royal Buffet sem var það eina sem var ekki kínverskt.  Þegar við komum þangað glorhungruð reyndist það líka vera kínverskt.  Við ákváðum að láta slag standa fyrst við vorum komin....

Ps......við fundum hvorki nautið eða kjúklinginn  GetLost


Little Rock, Arkansas

Það er svo margt sem við getum ekki útskýrt.  En það ótrúlega gerðist í dag. 

Ein af okkar föstu búðum í USA er The Family Christian Store.
Tveim vikum áður en við fórum að heiman sendi ég email til þeirra og pantaði hjá þeim sérstakar bækur, var mér mikið í mun að fá Gamla Testamentið á frummálinu... hebresku. 

Ég var búin að leita í öllum bókabúðum síðast þegar við vorum úti en enginn átti hana á lager.
Pöntunartími var yfirleitt 5-10 virkir dagar en allt upp í 3 vikur. 
Ég sem sagt pantaði hana í emailinu og bað um að bókin yrði í búðinni þeirra í Little Rock..... ég fékk aldrei svar frá þeim, en ákvað samt að fara þangað í dag.

Núna getum við ekki verið á ,,garmsins” svo nafnið á búðinni var stimplað inn og brennt af stað, það voru 11 mílur þangað og garmurinn leiðbeindi. 
Rétt áður en við áttum að koma að búðinni sáum við aðra kristilega búð LifeWay Christian Store.  Eins og stundum hefur komið fyrir áður, var okkar búð hætt, svo við fórum í hina. 
Okkur er strax boðin aðstoð og ég rétti manninum útprentaða auglýsingu fyrir bókina, Gt á hebresku og það datt af honum andlitið.  Honum hafði dottið í hugað panta eina bók fyrir einhverjum tíma og hafði sett hana í hilluna fyrir klst.

Og við vorum ekki einu sinni í réttri búð.   Halo

Jackson, Mississippi

NO.2008
Við vorum ekkert að keyra of langt, það er ágætt að stoppa hér og gista.

Fyrst tókum við áttu, en netið virkaði ekki þar svo við færðum okkur á Econo Lodge. 
Það er ÓMÖGULEGT að vera ekki í netsambandi. 
Við vorum rétt komin inn fyrir dyrnar, þegar síminn hringdi, Ragnar hennar Tótu dáinn.  Það var Dóri sem hringdi.  Sorglegt. 

Ég reyni að vinna smávegis í þessum ritgerðum, svara pósti og blogga.


Skelfing nöturlegt


Við keyrðum um í gær, ætlunin var einfaldlega að fá sér eitthvað að borða....... þá sáum við fyrir alvöru hvað eyðileggingin eftir Katrínu, er skelfileg.  Frown 

Við keyptum okkur Garmin þegar við vorum úti síðast en það var ekkert að marka neitt.  Þar sem áttu að vera verslanir, voru draugahús.... en uppbyggingin er hafin og nýjar verslanir komnar annarsstaðar..... það þarf bara að finna þær. 

Kraftgekk Mardi Gras New Orleans Maraþonið í dag og þurfti að hafa meira fyrir því en í Rock N Roll í Phoenix í janúar.
Við keyrum norður áleiðis til Little Rock í Arkansas á morgun.


New Orleans, Louisiana


Ég svaf ágætlega, enda svaf ég ekkert í flugvélinni.  Við vorum samt vöknuð fyrir allar aldir því við erum á kolvitlausum tíma.

Við áttum flug til New Orleans kl 10;30..... en það voru endalausar tafir bæði á vellinum í New York, (La Gardia) það snjóaði..... og svo biðum við í flugvélinni í 2 tíma áður en við fórum í loftið.  Flugið var 3 og hálfur tími og biðin annað eins..... 7 tímar, fyrir utan tímann fyrir og eftir ... það fór allur dagurinn í þetta.  Las í Luthers Works í vélinni... verð að vera dugleg að læra  Wink

Við höfum aldrei komið hingað áður...... það eru enn merki eftir Katrinu, heilu hverfin sem eru auð.  
Fengum fínan bíl og fundum okkur mjög snyrtilega áttu.  Verðum hérna í 3 daga.


New York


Gistum í New York í nótt og fljúgum kl 10;30 til New Orleans í Louisiana.
Allt gekk að óskum, hitinn var um frostmark þegar við komum en í morgun þegar vöknuðum var snjókoma.

Hótelið stendur í brekku, sem er svo sem ekkert athugavert við, en það skrítna er, að gangurinn inni fylgir brekkunni...... sem er nokkuð löng og brött.  við erum heppin frekar ofarlega í brekkunni, því lobbyið er efst.

Einn góður... af því að ég er að fara til USA á morgun,

Þrír nýkvæntir menn sátu og gortuðu yfir því hvernig þeir stjórnuðu konunum sínum.

 

Sá fyrsti hafði kvænst konu frá Colorado, hann hafði sagt henni að hún ætti að sjá um uppþvottinn og þrif í húsinu.  Það tók tvo daga að koma henni í skilning um þetta, en á þriðja degi þegar hann kom heim var hún búin að vaska upp og þrífa húsið.  Smile

 

Næsti hafði kvænst konu frá Nebraska.  Hann hafði gefið sinni konu skipanir að hún ætti að sjá um að þrífa, uppþvottinn og elda matinn.  Fyrsta daginn sá hann engan árangur, næsta dag hafði það skánað en þriðja daginn var húsið hreint og matur á borðinu.  Smile

 

Þriðji maðurinn hafði kvænst íslenskri konu.  Hann hafði sagt henni að hennar skyldur væru að halda húsinu hreinu, sjá um uppvaskið, slá grasið, þvo þvottinn og hafa heita máltíð á borðinu á matmálstímum. 

Hann sagði að fyrsta daginn hafi hann ekki séð neitt....

 

annan daginn sá hann ekki neitt heldur...

 

en þriðja daginn var bólgan aðeins farin að hjaðna þannig að hann sá aðeins út um vinstra augað….. nægilega mikið til að finna sér matarbita og setja diskana í uppþvottavélina.  Crying


Ritgerðir...

Fyrir utan BA ritgerðina er ég í fimm fögum, og allir kennararnir eru með ritgerðir,

í 1 fagi erum við þrjár með 15 bls. verkefni með power point kynningu, var að klára það,
3 fög eru með 15-20 bls. ritgerðir + 1 tími kynning fyrir bekkinn,
.....í einu þeirra á að auki að skila 10 úrdráttum úr kennslubókinni hver þeirra 3-6 bls.
1 fag er með 2 litlar ritgerðir, og ég hef skilað annarri þeirra (8 bls)
og svo ætla ég að skrifa BA ritgerðina sem á að vera 50 bls.

Svo ég hef haft nóg að gera, og eins gott að halda sig við efnið.... skrifa, og auðvitað lesa allar þessar bækur....  til að geta skrifað þessar ritgerðir.

En í næstu viku er starfsvika -frí í skólanum-
og við ætlum til Bandaríkjanna, hvað annað InLove  I love it,
Auðvitað tek ég bækur með mér, og fartölvuna...... geri það alltaf...


Regnboginn

Ég byrjaði að mála aftur á föstudaginn og þegar ég var að velja litina sem ég var að mála með, rifjaðist upp atvik úr síðustu utanlandsferð.  Edda sagði... þú verður að blogga þessu á netið...

Við vorum semsagt í Californíu og Arizona í 3 vikur núna eftir jólin. 
Að venju fórum við í the Crystal Cathedral en þar er alltaf glæsileg jóladagskrá og sviðið skreytt þannig að það er eins og maður færist 2000 ár aftur í tímann.

Við hittum líka Hafdísi frænku í hennar kirkju í Rolling Hills.  Samkomum Aðventista er skipt niður í Lexíu og samkomu sem innifelur barnasögu.
Konan sem sagði börnunum söguna, safnaði þeim upp að sviðinu, hún sjálf var með hátalara svo salurinn heyrði það sem hún sagði þeim.  Við sátum aftast og heyrðum lítið í börnunum.

Konan var að kenna þeim nauðsyn þess að borða allskonar grænmeti og ávexti til að fá öll vítamínin.  Litirnir voru þeim til leiðbeiningar um að ,,borða allan regnbogann" 
Þið verðið að borða alla liti á hverjum degi ..... sagði hún, svo kom smá þögn.....

Nei...... ég er ekki að meina ,,Skittles"

Skittles


Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband