Leita í fréttum mbl.is

2012

Sá myndina í kvöld, fannst hún löng... en datt samt ekki í hug að hún væri 3 tímar. Brellurnar voru raunverulegar, einmitt eins og manni gæti dottið í hug að náttúruhamfarir að þessari stærðargráðu gætu orðið.
Það var nokkuð um biblíulegar hliðstæður s.s. sonur aðalpersónunnar hét Nói. Þá myndi það lýsa guðleysi heimsins að menn horfðu fremur til spádóma austrænna trúarbragða, þó menn hefðu frasa eins og ,,Jesús Kristur" á takteinum. 

Ríkisstjórnir heimsins létu byggja 7 stk arkir til að komast af í fljóðbylgjum jarðskjálftanna, flóðið náði til hæstu fjalla jarðarinnar, og þeir tóku með sér dýrategundir, fíla, gíraffa. ljón og fl.

Stærð og lögun arkanna, risastórar og yfirbyggðar, svipar til lýsingar Biblíunnar. Í lok myndarinnar sáust 3 arkir sigla saman inn í nýtt tímaskeið sem byrjaði á ártalinu 1.
Bæði 7 og 3 eru táknrænar tölur, sjö vísar til hins óendanlega (7 dagar í viku) og þrír tákna hinn þrí-eina Guð - heilaga þrenningu, sem kristnir trúa að muni stjórna frá Dómsdegi, þegar hin nýja Jerúsalem kemur niður af himni eins og Opinberunarbók Jóhannesar segir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband