Leita í fréttum mbl.is

Niagara Falls, New York

Niagara falls 11.8.2009Við keyrðum frá Erie til Buffalo í morgun.
Á leiðinni stoppaði ég í upplýsinga-miðstöð og keypti 4 tíma skoðunarferð um Niagara fossana...
Mæting við Super 8,
Buffalo Ave kl 1:15. 

Við komum rétt mátulega þangað sem rútan átti að sækja okkur.

Niagara falls 11.8.2009 4 stór stöðuvötn sjá fossunum fyrir öllu þessu vatnsmagni... og ferðamannastraumi... vatnið streymir dag og nótt en ferðamennirnir streyma bara að á daginn.

Fyrst skoðuðum við hringiðuna en þar getur maður séð kláf fara yfir hyl Canada-megin... 
mér skildist á leiðsögumanninum að iðan skipti um straumsnúning 2svar á sólarhring.

Niagara falls 11.8.2009Við fórum síðan í bátsferð... Fossarnir eru á landamærum USA og Canada... úti í ánni er eyja sem skiptir fossunum í tvennt... USA-megin er minni fossinn en Canada-megin er það sem kallast ,,skeifan"

Niagara Falls 11.8.2009Hvílík upplifun að fara á bátnum út á ána og vera uppvið þetta mikla vatnsfall.
Ótrúlega flott og við vorum svo heppin að í dag var sólskin og 80-85°F... gat ekki verið betra.

Lúlli sagði amk 50 sinnum að hann hefði ekki viljað missa af þessu... og spurði mig 30 sinnum hvort ég hefði viljað missa af þessu :Þ) 

Niagara Falls 11.8.2009Við enduðum síðan á að keyra út í eyjuna á milli fossana, þar gátum við séð skeifuna betur frá bjargbrúninni. 

Þar fórum við niður með lyftu (54metra)... þangað sem þeir kalla ,,Caves of the Wind" en þar fórum við næstum í sturtu... þar sem við stóðum 10 ft frá fossinum.

Þegar þarna var komið var ég búin að fylla minnið í myndavélinni. Hvílíkt myndefni :o)

Niagara Falls 11.8.2009Þessi ferð fær 6 stjörnur af 5 mögulegum... frábær dagur.

Við tókum okkur mótel og ætlum að fara yfir til Canada á morgun og fara eina bunu með kláfinum... það þýðir ekki annað en að prufa allt fyrst maður er á staðnum.

Mótel Bel Aire  9470 Niagara Falls, NY, 14304


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband