Leita í fréttum mbl.is

Tannheilsa barna

Ég horfði á Kastljósið í gær, hef annars ekki mikinn áhuga á svona ,,spurningaþáttum" því fólki gefst svo sjaldan færi á að svara - spyrjandinn er venjulega kominn með aðrar spurningar áður.
En umræða þáttarins var um hvort það væri til bóta fyrir tannheilsu barna að setja á sérstakan skatt á sykur.

Í allri umræðunni sem hefur farið fram um tannheilsu barna virðist engum detta í hug að HVETJA BÖRNIN TIL AÐ BURSTA TENNURNAR.... umræðan snýst öll um að fá ókeypis tannlæknaþjónustu.

Ég man þegar ég var lítil og fékk lýsispillu á hverjum morgni í skólanum... þetta var liður í heilsuátaki... þetta sama er hægt að gera með tannburstun. Við vitum að mörg börn nenna ekki að bursta tennurnar, en sé það gert að reglu að bursta þær eftir nestistímann í skólanum þá verður það að vana. Hvert barn gæti átt sinn tannbursta í sinni körfu eða hillu í skólastofunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér um tannheilsu barna.  Það þarf að kenna þeim að bursta tennurnar heimafyrir.  Einnig þurfa foreldrar að vera duglegri að leiðbeina þeim um mataræði. Það er ekki gott mál þegar 2-2ja ára börn þekkja skyndibitastaðina út í gegn.  Að vísu kæmi það heldur ekki að sök að geta farið með börnin til tannlæknis í eftirlit einu sinni á ári frítt.  Þessi þjónuta var endurgreidd aðeinhverju leiti hér áðurfyrr. 

truntan (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 14:46

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæl,
Nákvæmlega, eins og alltaf verða breytingar að byrja heima fyrir. Niðurgreiðsla og markvisst eftirlit væri til bóta.

Bryndís Svavarsdóttir, 26.5.2009 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband