Leita í fréttum mbl.is

Trú þú aðeins... Mark 5:25-34

-25- Þar var kona, sem hafði haft blóðlát í tólf ár.
-26- Hún hafði orðið margt að þola hjá mörgum læknum, kostað til aleigu sinni, en engan bata fengið, öllu heldur versnað.
-27- Hún heyrði um Jesú og kom nú í mannþrönginni að baki honum og snart klæði hans.
-28- Hún hugsaði: Ef ég fæ aðeins snert klæði hans, mun ég heil verða.
-29- Jafnskjótt þvarr blóðlát hennar, og hún fann það á sér, að hún var heil af meini sínu.
-30- Jesús fann þegar á sjálfum sér, að kraftur hafði farið út frá honum, og hann sneri sér við í mannþrönginni og sagði: Hver snart klæði mín?
-31- Lærisveinar hans sögðu við hann: Þú sérð, að mannfjöldinn þrengir að þér, og spyrð þó: Hver snart mig?
-32- Hann litaðist um til að sjá, hver þetta hefði gjört,
-33- en konan, sem vissi, hvað fram við sig hafði farið, kom hrædd og skjálfandi, féll til fóta honum og sagði honum allan sannleikann.
-34- Jesús sagði við hana: Dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði, og ver heil meina þinna.

Lög Móse kveða á um að kona með blóðlát, var nánast útskúfuð úr þjóðfélaginu, hún mátti ekkert snerta og enginn mátti snerta það sem hún snerti...
Hún heyrði af Jesú... að snerta hann var brot á hreinleikalögum gyðinga og brotið átti að gera hann óhreinan í 1 dag... En Jesús hélt áfram sínum daglegu gjörðum...
Á þessu sjáum við að brot á lögum Móse voru ekki synd því Jesús var syndlaus, enda segir Guð á mörgum stöðum í ritningunni að synd er brot gegn honum þ.e. vantrú og dýrkun á öðrum guðum.

Konan með blóðlátin þurfti ekki að hrópa upp trú sína... hún hugsaði aðeins ef ég gæti snert klæði hans... hugsunin nægði. Trúin var síðan sýnd í verki með því að snerta klæði hans. Trúin bjargaði henni og trúin bjargar okkur líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband