Leita í fréttum mbl.is

Tákn fyrir gyðing... Mark 5:22

-22- Þar kom og einn af samkundustjórunum [gyðinga], Jaírus að nafni, og er hann sá Jesú, féll hann til fóta honum,
-23- bað hann ákaft og sagði: Dóttir mín litla er að dauða komin. Kom og legg hendur yfir hana, að hún læknist og lifi.
-24- Jesús fór með honum. Og mikill mannfjöldi fylgdi honum, og var þröng um hann.

-35- Meðan hann var að segja þetta, koma menn heiman frá samkundustjóranum og segja: Dóttir þín er látin, hví ómakar þú meistarann lengur?
-36- Jesús heyrði, hvað þeir sögðu, en gaf ekki um, heldur sagði við samkundustjórann: Óttast ekki, trú þú aðeins.

Trú er allt sem þarf en óttinn og efinn banka stanslaust á huga okkar. Jesús sagði:,,Ef þér hefðuð trú eins og mustarðskorn" (Lúk 17:6) þá væru okkur allir vegir færir. En við erum trúlítil hversu erfitt sem það er að viðurkenna það.

-43- En hann [Jesús] lagði ríkt á við þá [heimilisfólk samkundustjórans] að láta engan vita þetta... 

Maðurinn [sennilega heiðingi] með óhreina andann í sögunni á undan átti að segja öllum frá en heimilisfólk samkundustjórnans átti að þegja yfir kraftaverkinu.
Sem samkundustjóri gyðinga gat maðurinn í þessari sögu ekki þagað - hann varð að fórna til Guðs fyrir blessun sína, og hann hafði heimilifólk sitt til vitnis um kraftaverkið. Presturinn sem myndi sjá um fórnina hefði þurft að viðurkenna að kraftaverkið væri blessun Guðs og um leið hefði hann viðurkennt að Jesús væri með kraft frá Guði.
Fræðimenn og farisear þurftu að samþykkja Jesús því fólkið hlýddi prestunum... en það var yfirstétt gyðinga sem hafnaði Jesú og af ótta við yfirstéttina höfnuðu flestir gyðinganna honum líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband