Leita í fréttum mbl.is

Gætið að, hvað þér heyrið... Mark 4:24

-1- Aftur tók hann að kenna við vatnið. Svo mikill mannfjöldi safnaðist að honum, að hann varð að stíga í bát og sitja þar, úti á vatninu. En allt fólkið var á landi við vatnið.
-2- Hann kenndi þeim margt í dæmisögum og sagði við þá:
-3- Hlýðið á! Sáðmaður gekk út að sá...

En lærisveinarnir skildu ekki dæmisöguna og Jesús útskýrði hana fyrir þeim en sagði jafnframt:

-11- Hann svaraði þeim: Yður er gefinn leyndardómur Guðs ríkis. Hinir, sem fyrir utan eru, fá allt í dæmisögum,
-12- að sjáandi sjái þeir og skynji ekki, heyrandi heyri þeir og skilji ekki, svo þeir snúi sér eigi og verði fyrirgefið.

Samkvæmt þessum orðum mætti halda að Jesús hafi hvorki viljað að fólkið skildi dæmisögur hans né að það snéri sér til hans og fengi fyrirgefningu... þ.e. snérist til trúar á hann.
Ætlunarverk hans var að snúa yfirstétt gyðinga og að þeir snéru þjóðinni til réttlætis og sannrar trúar á Guð. Jesús ætlaði ekki að keppa við þjóð sína um ,,hylli" lýðsins, hann var Herrann... sá sem gyðingar biðu eftir en þeir tóku ekki við honum og afneituðu honum.

-23- Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri!
-24- Enn sagði hann við þá: Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt.
Jóh. 8:47 Sá sem er af Guði, heyrir Guðs orð. Þér [gyðingar] heyrið ekki, vegna þess að þér eruð ekki af Guði.

Jesús gaf fariseum og fræðimönnum að skilja dæmisögur sínar (Matt 21:45, Mark 12:12, Lúk 20:19) en þeir urðu einungis ákveðnari að taka líf hans. Vegna þess að þeir skildu en vildu ekki taka við orði hans, sagði hann að forréttindi þeirra - að vera útvalinn lýður Guðs - yrði tekið af þeim.

-25- Því að þeim, sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það sem hann hefur.

Þeim sem hafa í hjarta sér að trúa á fagnaðarerindi Krists verður gefið það sem gyðingar höfðu áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband