Leita í fréttum mbl.is

Snörur og fótakefli - Matt. 22.k shl.

Farisearnir reyndu hvað þeir gátu að leggja snörur fyrir Jesú. Hvað eftir annað kallar hann þá hræsnara og alltaf vitnar hann í spádóma Gt.
Gyðingar og saddúkear sátu ekki um Jesú til að að fá sannanir fyrir að Jesús væri sonur Guðs - heldur öfugt, þeir vildu sanna að hann væri það ekki. Svo virðist sem þetta áhugamál þeirra hafi sameinað þá í baráttunni gegn Jesú.

-23- Sama dag komu til hans saddúkear, en þeir neita því, að upprisa sé til, og sögðu við hann:
-24- Meistari, Móse segir: Deyi maður barnlaus, þá skal bróðir hans ganga að eiga konu bróður síns og vekja honum niðja.
-25- Hér voru með oss sjö bræður. Sá fyrsti kvæntist og dó. Hann átti engan niðja og eftirlét því bróður sínum konuna.
-26- Eins varð um næsta og þriðja og þá alla sjö.
-27- Síðast allra dó konan.
-28- Kona hvers þeirra sjö verður hún í upprisunni? Allir höfðu þeir átt hana.
-29- En Jesús svaraði þeim: Þér villist, því að þér þekkið ekki ritningarnar né mátt Guðs.
-30- Í upprisunni kvænast menn hvorki né giftast. Þeir eru sem englar á himni.
-31- En um upprisu dauðra hafið þér ekki lesið það sem Guð segir við yður:
-32- Ég er Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs. Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda.
-33- En mannfjöldinn hlýddi á og undraðist mjög kenningu hans.
-34- Þegar farísear heyrðu, að hann hafði gjört saddúkea orðlausa, komu þeir saman.

Sakkúkear voru hópur gyðinga sem fór einungis eftir ritningunni en ekki erfikenningunum, þeir trúðu ekki á upprisu og því finnst manni einkennileg þessi spurning sem þeir leggja fyrir Jesú, varðandi upprisuna.
En spurningin er sönnun þess að þegar þörf krefur geti andstæðingar sameinast í andstöðu sinni... svipað og systkini sem berjast innbyrðis en saman sé á þau ráðist.
Saddúkear fóru aðeins eftir ritningunni en Jesús segir að þeir þekki þær ekki...þrátt fyrir allan sinn lærdóm. Þegar Jesús spyr, eiga þeir engin svör. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband