Leita í fréttum mbl.is

Pálmasunnudagur - Matt. 21:1-9

-1- Þegar þeir nálguðust Jerúsalem og komu til Betfage við Olíufjallið, sendi Jesús tvo lærisveina
-2- og sagði við þá: Farið í þorpið hér framundan ykkur, og jafnskjótt munuð þið finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið þau og færið mér.
-3- Ef einhver hefur orð um, þá svarið: Herrann þarf þeirra við, og mun hann jafnskjótt senda þau.
-4- Þetta varð, svo að rættist það, sem sagt er fyrir munn spámannsins:
-5- Segið dótturinni Síon: Sjá, konungur þinn kemur til þín, hógvær er hann og ríður asna, fola undan áburðargrip.
-6- Lærisveinarnir fóru og gjörðu sem Jesús hafði boðið þeim,
-7- komu með ösnuna og folann og lögðu á þau klæði sín, en hann steig á bak.
-8- Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn, en aðrir hjuggu lim af trjánum og stráðu á veginn.
-9- Og múgur sá, sem á undan fór og eftir fylgdi, hrópaði: Hósanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!

Þrjú guðspjallanna greina frá atburðarrás pálmasunnudags og þó frásagnirnar séu svipaðar, eru þær ekki eins. Mark nefnir daginn ekki, þar hefst frásögnin þegar 2 dagar eru til páska.
Í Matt eru dýrin tvö, asna og foli... í Lúk (19:30) er dýrið eitt, foli sem enginn hefur riðið, 35v segir að lærisveinarnir hafi sett Jesús á bak, 37v segir að það eru lærisveinarnir sem hrópa: Hósanna... og 41v segir að þegar Jesús horfði yfir Jerúsalem hafi hann grátið... (skildi hann ekki gráta ef hann stæði þar í dag?)
Það er aðeins Jóh (12:13) sem nefnir pálmagreinarnar sem þessi sunnudagur er kenndur við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband