Leita í fréttum mbl.is

Hvað gott á ég að gjöra til að öðlast eilíft líf ? - Matt. 19.kafli

-16- Þá kom til hans maður og spurði: Meistari, hvað gott á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?
-17- Jesús sagði við hann: Hví spyr þú mig um hið góða? Einn er sá hinn góði. Ef þú vilt inn ganga til lífsins, þá haltu boðorðin.
-18- Hann spurði: Hver? Jesús sagði: Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni,
-19- heiðra föður þinn og móður, og þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.
-20- Þá sagði ungi maðurinn: Alls þessa hef ég gætt. Hvers er mér enn vant?
-21- Jesús sagði við hann: Ef þú vilt vera fullkominn, skaltu fara, selja eigur þínar og gefa fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himnum. Kom síðan, og fylg mér.

Svipaða frásögn er líka að finna í Markúsi 10:17-20 og Lúkasi 18:18-22. Mattesuarguðspjall er eina guðspjallið sem hefur orðið ,,gott" í spurningunni. Í því felst að maðurinn vænti svars sem varði verk... að gera góðverk sem færi honum eilíft líf.

Í öllum guðspjöllunum eru talin upp sömu 5 boðorðin, auk tvöfalda kærleiksboðorðsins í Matt og í Mark er bætt við ,,þú skalt ekki pretta"…
Það sem gerir þessar frásagnir athyglisverðar er það að, það er Jesús sem telur upp boðorðin… Hvers vegna nefnir hann ekki fyrst af öllu, að maðurinn eigi að elska Drottinn Guð einan og hafa ekki aðra guði en hann… að hann eigi ekki að gera eftirmyndir og líkneski… að hann eigi ekki að leggja nafn Guðs við hégóma…og hvers vegna minnti Jesús manninn ekki á að halda hvíldardaginn? …Svo er ekki minnst á áminninguna um að girnast ekki konu eða eigur annarra…

Fyrir kristna manneskju eru fyrstu boðorðin mikilvægust, þ.e. sambandið við Guð.

Í Mark og Lúk þekkir maðurinn boðorðin en ekki í Matt... hann spyr ,,Hver?" EN hann hefur samt haldið þau. Skýringin er sennilega sú, að Lúk segir manninn vera höfðingja, hann var ekki gyðingur og boðorðin sem maðurinn hafði alist upp við voru almennar samfélagsreglur.
Vegna þess að maðurinn er ekki gyðingur, nefnir Jesús ekki boðorðin sem varða sambandið við Guð og þess vegna segir Jesús að það verði honum svo erfitt að komast í himnaríki. Til þess hefði maðurinn þurft að láta eigur sínar víkja úr fyrsta sæti í hjarta sínu og setja Krist í hásætið... Það getur tekið á að ákveða að fylgja Kristi.

-29- Og hver sem hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, föður eða móður, börn eða akra sakir nafns míns, mun fá margfalt aftur og öðlast eilíft líf.
Þarna er ekki verið að tala um trúboða sem hverfa út í heim til boða fagnaðarerindið - heldur þann sem þurfti að yfirgefa heimili sitt því sá hinn sami var gerður brottrækur af heimilinu sakir trúarinnar á Krist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill

hef enga skoðun á pistlinum sem slíkum, þú finnur þig í þessum skrifum án efa, glæsilegt hjá þér.

mætti ég spyrja hví þetta fer undir aukaflokkinn,  menntun og skóli?

ég skil að þetta fari í trúmál, eðlilega.

samfélag,  jú jú sleppur þar.

menning og listir, þetta er jú úr einhverri bók, og það má líta á þetta sem list eins og aðrar bókmenntir

en menntun og skóli, mæli með að þú takir þetta út úr þeim flokk, enda hefur svona ekkert að gera inní skólakerfið okkar, mundu að það er fleira en kristið fólk hér á landi og það sækir allt menntun í hið almenna skólakerfi.

kveðja og fyrirfram þakkir

Egill V Stefánsson

Egill, 16.4.2009 kl. 03:38

2 Smámynd: Egill

annars var ég að líta yfir myndir hjá þér, mikið asskoti eru þetta fallegar myndir af þér :)

íslenskar konur, húrra !

Egill, 16.4.2009 kl. 03:39

3 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Egill,
Trúmál eru svo sannarlega hluti af ,,menntun" sumra trúfélaga fyrir utan það að vera lífstíll. Öll þekking sem við viðum að okkur er lærdómur - svo lengi lærir sem lifir.  Stór hluti allra trúarbragða er líka óaðskiljanlegur hluti af menningu viðkomandi samfélags. Allt fléttast þetta saman.
Þakka þér fyrir hólið, varðandi myndirnar :) ég er svo heppin að pabbi var með ljósmyndadellu þegar ég var lítil. það er ekki sjálfgefið að eiga myndir af sér á unga aldri.

Bryndís Svavarsdóttir, 18.4.2009 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband