Leita í fréttum mbl.is

Brauð lífsins - Matt. 14.kafli

-14- Þegar Jesús steig á land, sá hann þar mikinn mannfjölda, og hann kenndi í brjósti um þá og læknaði þá af þeim, er sjúkir voru.
-15- Um kvöldið komu lærisveinarnir að máli við hann og sögðu: Hér er engin mannabyggð og dagur liðinn. Lát nú fólkið fara, að þeir geti náð til þorpanna og keypt sér vistir.
-16- Jesús svaraði þeim: Ekki þurfa þeir að fara, gefið þeim sjálfir að eta.
-17- Þeir svara honum: Vér höfum hér ekki nema fimm brauð og tvo fiska.
-18- Hann segir: Færið mér það hingað.
-19- Og hann bauð fólkinu að setjast í grasið. Þá tók hann brauðin fimm og fiskana tvo, leit upp til himins, þakkaði Guði, braut brauðin og gaf lærisveinunum, en þeir fólkinu.
-20- Og þeir neyttu allir og urðu mettir. Og þeir tóku saman brauðbitana, er af gengu, tólf körfur fullar.
-21- En þeir, sem neytt höfðu, voru um fimm þúsund karlmenn, auk kvenna og barna.

Jesús læknaði sjúka og brauðfæddi þúsundir í miðri sorg sinni vegna Jóhannesar. Á sorgarstundu og einmitt þegar hann fór burt til að vera einn... þá umbar hann og kenndi í brjósti um fólkið.  Hann hrakti fólkið ekki frá sér, heldur þvert á móti, því fylgdi blessun að vera í návist hans.

Jesús er brauð lífsins, fæddur í Betlehem, en Hebreska merkingin er ,,Hús Brauðsins"...
Jesús braut brauðið, gjörði þakkir... og það mettaði þúsundir.
Þessa frásögn er hægt að sjá sem táknmynd... Orð Guðs er brauð lífsins og það mettaði þúsundir heiðingja... alla þá sem eltu Jesús þarna út í óbyggðina. 
En orð Guðs er fyrir alla og það var sama hversu margir þeir voru sem tóku á móti orðinu... það kom það ekki niður á þeim útvöldu sem áttu það fyrir, ef þeir vildu á annað borð taka við boðskapnum .... Leifarnar, hinar 12 körfur eru 12 ættkvíslir Ísraels. NÓG FYRIR ALLA.

Við þurfum að þekkja Jesús... Hann á ekki að þurfa að segja ,,þetta er ég" (27v). Hvað sem kemur upp á... eða þegar við sökkvum - þá er hann haldreipið sem við bindum traust okkar á... Hann er alltaf með útrétta hönd (31v) og sannarlega sonur Guðs (33v).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband