Leita í fréttum mbl.is

Ert þú sá sem koma skal... - Matt. 11.kafli

-2- Jóhannes heyrði í fangelsinu um verk Krists. Þá sendi hann honum orð með lærisveinum sínum og spurði:
-3-
Ert þú sá, sem koma skal, eða eigum vér að vænta annars?
-4- Jesús svaraði þeim: Farið og kunngjörið Jóhannesi það, sem þér heyrið og sjáið:
-5- Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp, og fátækum er flutt fagnaðarerindi.
-6- Og sæll er sá, sem hneykslast ekki á mér.
-10- Hann er sá, sem um er ritað: Sjá, ég sendi sendiboða minn á undan þér, er greiða mun veg þinn fyrir þér.
-13- Spámennirnir allir og lögmálið, allt fram að Jóhannesi, sögðu fyrir um þetta.
-14- Og ef þér viljið við því taka, þá er hann Elía sá, sem koma skyldi.

Vantrúin er alltaf til staðar... eða eins og Jesús sagði: Vond og ótrú kynslóð heimtar tákn...(Matt 16:4)... en jafnvel þó þeim væru gefin táknin sem spádómar ritningarinnar sögðu fyrir, þá var vantrúin enn til staðar.

-11- Sannlega segi ég yður: Enginn er sá af konu fæddur, sem meiri sé en Jóhannes skírari. En hinn minnsti í himnaríki er honum meiri.

Var Jesús þá ekki fæddur af konu??? Auðvitað er Guði ekkert um megn, Almáttugur Guð gat sleppt Maríu við fæðinguna... Hver erum við að vera með einhverjar getgátur...

-28- Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.
-29- Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.
-30- Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.

Komið til mín... http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/693797/
Þegar við erum gjörsamlega að sligast af áhyggjum og erfiðleikum dagsins, þá leggjum við öll okkar vandamál í hans hendur eða við hans fætur... í heitri bæn biðjum við um lausn - en alltof oft gerist það að lokinni bæninni að við höldum áfram að kljást við vandamálið... við gleymdum að skilja það eftir hjá honum... treysta honum fyrir að leysa allt á bestan veg... því
hann er sá sem beðið var eftir - Frelsari heimsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband