Leita í fréttum mbl.is

Trúboð - Matt. 10.kafli

-1- Og hann kallaði til sín lærisveina sína tólf og gaf þeim vald yfir óhreinum öndum, að þeir gætu rekið þá út og læknað hvers kyns sjúkdóm og veikindi.
-2- Nöfn postulanna tólf eru þessi: Fyrstur Símon, sem kallast Pétur, og Andrés bróðir hans, þá Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróðir hans,
-3- Filippus og Bartólómeus, Tómas og Matteus tollheimtumaður, Jakob Alfeusson og Taddeus,
-4- Símon vandlætari og Júdas Ískaríot, sá er sveik hann.
-5- Þessa tólf sendi Jesús út og mælti svo fyrir:
Haldið ekki til heiðinna manna og farið ekki í samverska borg.
-6-
Farið heldur til týndra sauða af Ísraelsætt.
-7- Farið og prédikið: Himnaríki er í nánd.

Jesús kom sem trúboði og tilgangur ferðarinnar var að leiða hina útvöldu þjóð réttan veg. Þjóðin var týnd... En stærsti hluti þjóðarinnar vildi ekki taka við honum.
,,Himnaríki er í nánd"... himnaríki er alltaf í nánd, hver og einn hefur einungis sinn líftíma til að gera upp hug sinn - og okkar ævi er óráðinn tími. Það er því betra að gera upp hug sinn fyrr en seinna hvort maður ætlar að þiggja þá gjöf sem fagnaðarerindið er.

-14- Og taki einhver ekki við yður né hlýði á orð yðar, farið þá úr því húsi eða þeirri borg og hristið dustið af fótum yðar.

Sá sem prédikar fagnaðarerindið á hvorki að deila við viðmælenda sinn né þröngva boðskapnum upp á hann - betra er fyrir hann að hverfa á brott.

-16- Sjá, ég sendi yður eins og sauði meðal úlfa. Verið því kænir sem höggormar og falslausir sem dúfur.
-17- Varið yður á mönnunum. Þeir munu draga yður fyrir dómstóla og húðstrýkja yður í samkundum sínum.
-22- Og þér munuð hataðir af öllum vegna nafns míns. En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða.
-28- Hræðist ekki þá, sem líkamann deyða, en fá ekki deytt sálina.
Hræðist heldur þann, sem megnar að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti.
-32- Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum.
-33-
En þeim sem afneitar mér fyrir mönnum, mun og ég afneita fyrir föður mínum á himnum.
-40- Sá sem tekur við yður, tekur við mér, og sá sem tekur við mér, tekur við þeim, er sendi mig.

Jesús vissi að fagnaðarerindið sem átti að sameina lýð Guðs myndi sundra hópnum og valda ofsóknum og hatri á fylgismönnum hans... Í öllum okkar erfiðleikum og mótlæti eigum við einungis að hræðast einn óvin, þann sem tortímir sálu okkar...
Baráttan er um tignirnar og völdin í heiminum (Efe 6:12)... því allt varðar þetta tilbeiðslu... Það getur enginn sótt um inngöngu fyrir annan í himnaríki... Í trúmálum þarf hver og einn að taka afstöðu hvort hann fylgi Kristi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband