Leita í fréttum mbl.is

Launin á himnum - Matt. 6.kafli

-1- Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.
-2- Þegar þú gefur ölmusu, skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér, eins og hræsnarar gjöra í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.
-3- En þegar þú gefur ölmusu, viti vinstri hönd þín ekki, hvað sú hægri gjörir,
-4- svo að ölmusa þín sé í leynum, og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

Þetta er eitt af því sem okkar er freistað með, af hinum illu öflum... að sanna okkur fyrir öðrum. Eins og ritningin segir, þá nægir að Guð viti okkar gjörðir.
Reyndar á þetta við um fleiri hluti en ölmusu eða góð verk, bænir okkar eiga að vera einfaldar, frá hjartanu og gerðar í einrúmi og enginn þarf að vita hvenær við leggjum eitthvað á okkur s.s. föstum.

-31- Segið því ekki áhyggjufullir: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?
-32- Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa.
-33- En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.
-34- Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.

Áhyggjur okkar eru óþarfar, en samt sem áður viljum við burðast endalaust með þær.
Drottinn segir ekki að við eigum að vera óábyrg og hugsa ,,þetta reddast", heldur eigum við að vera eins ábyrg og við getum og hugsa ,,þetta blessast"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband