Leita í fréttum mbl.is

Virginía Beach til Elkton Md

Ég vaknaði snemma... fyrir kl 6 í morgun. Hellti mér á og borðaði beyglu með kaffinu. Gullið mitt hringdi... alltaf gott að heyra í honum.

Ég var búin að ákveða að keyra norður í dag. Ég hefði getað verið hérna lengur en það er ekki nógu hlýtt því íslenska rokið nær hingað... ég er svo heppin að vera við ströndina Wink

Ég tók dótið saman, tékkaði mig út og var lögð af stað kl 8... Garmurinn segir að það séu 330 mílur til Elkton og það reyndist vera rétt.
Ferðin gekk ágætlega. Ég fór gegnum Norfolk, göngin yfir til Hampton og norður 64. Ég stoppaði einu sinni í klukkutíma í Fredericksburg.
Seinfarnasti kaflinn var í gegnum Washington DC... þar slitnar hraðbrautin í sundur og ég þurfti að þræða litlar götur hægri - vinstri til að komast aftur á I-95 hinum megin við borgina.

Garmurinn sendi mig ekki alveg sömu leið og ég fór suður... ég fór t.d. ekki yfir stíflu fyrir norðan DC og eftir íslenskum sveitavegi (ein akgrein í hvora átt) áður en ég beygði inn á 222 eitt augnablik og svo á 95... Ég var 7:30 tíma með stoppinu á leiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband