Leita í fréttum mbl.is

Fjallræðan, Matt. 5:3-12

Matt 5:3-12
-3- Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki.
-4- Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða.
-5- Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.
-6- Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.
-7- Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.
-8- Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.
-9- Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.
-10- Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki.
-11- Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna.
-12- Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum.
Þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður. 

Sælir eru þeir sem taka við fagnaðarerindinu um Jesú Krist... séu þeir sorgbitnir yfir því að þeirra nánustu hati þá fyrir sakir nafns hans, þá munu þeir huggaðir verða.
Sælir eru þeir sem töldu sig ekki vita betur og afneituðu eða unnu gegn fagnaðarerindinu, heldur hungraði eftir hinu nýja lögmáli, lögmáli trúarinnar, því þeir munu erfa jörðina á efsta degi.
Sælir eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir að verða réttlættir af Kristi því þá mun ekkert skorta á hinni nýju jörð...
Sælir eru þeir sem elska náungann eins og sjálfan sig, miskunna öðrum og boða frið og fögnuð hjartans því þeir verða börn Guðs.

Verið stöðug í boðun fagnaðarerindisins, þó það kosti mótlæti, óvinsældir, vinslit, hatur eða ofsóknir, óvinurinn hefur frá upphafi heims verið sem grenjandi ljón og þannig hefur hann ofsótt alla þá sem boða orð Guðs hreint og ómengað... honum verður ekki út kastað fyrr en við endi tímanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Góður boðskapur sem á alltaf við og sérstaklega núna þegar fleira fólk hefur tíma til að lesa og hlusta. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 17.3.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband