Leita í fréttum mbl.is

Frelsar lögmálið?

Hver vill ekki vera góð persóna, vinna náunga sínum gott, vera vinur í raun og hjálp í neyð? ALLIR, HVER EINASTI MAÐUR VILL LÁTA GOTT AF SÉR LEIÐA.
Góð verk færa okkur vellíðan og á sama hátt leiðist okkur ef við getum ekki staðið undir þessum væntingum sem við höfum til sjálfra okkar... okkur líður illa ef við getum ekki hjálpað. En það vill fylgja góðverkum að sá hinn sami telur sig nær Guði... það felist frelsun í því að gera góðverk, en Jesús segir að jafnvel vondir séu góðir við sína... svo góðsemi sé því ekki mælikvarði til að frelsast.
Matt 7:11  Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir, sem biðja hann?

Lögmálið í Gamla testamentinu var haldreipi gyðinga... vegna lögmálsins töldu þeir sig fremri öðrum mönnum og töldu sig frelsast fyrir að halda það. 
Jesús vissi hvernig þeir hreyktu sér upp gagnvart öðrum og spurði þá: (Jóh.7:19) Gaf Móse yður ekki lögmálið? Samt heldur enginn yðar lögmálið. Hví sitjið þér um líf mitt?

Jesús boðaði nýtt fagnaðarerindi... frelsun fyrir trú á hann. Páll postuli segir í Róm 3:20-28
...með því að enginn lifandi maður réttlætist fyrir honum af lögmáls-verkum. En fyrir lögmál kemur þekking syndar. -21- En nú hefur réttlæti Guðs, sem lögmálið og spámennirnir vitna um, verið opinberað án lögmáls. -22- Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa, sem trúa. Hér er enginn greinarmunur: -23- Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, -24- og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú. -25- Guð setti hann fram, að hann með blóði sínu væri sáttarfórn þeim sem trúa. Þannig sýndi Guð réttlæti sitt, því að hann hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir, -26- til þess að auglýsa réttlæti sitt á yfirstandandi tíma, að hann sé sjálfur réttlátur og réttlæti þann, sem trúir á Jesú. -27- Hvar er þá hrósunin? Hún er úti lokuð. Með hvaða lögmáli? Verkanna? Nei, heldur með lögmáli trúar.
-28- Vér ályktum því, að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka.

Það frelsast enginn fyrir að halda lögmál gyðinga. Við frelsumst fyrir náð Jesú Krists. Hin góðu verk hvorki frelsa okkur eða veita okkur forgang til Himnaríkis en þau færa okkur áfram vellíðan, hvort við erum veitendur þeirra eða þiggjendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband