Leita í fréttum mbl.is

Týnda drakman

Dæmisaga nr. 2 er dæmisagan um týndu drökmuna.  Þessi dæmisaga lætur lítið yfir sér.  Ef við teljum setningu vera frá punkti til punkts, þá er hún 3 setningar, en hún segir ótrúlega mikið. 

Lúk 15:8   Eða kona, sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, kveikir hún þá ekki á lampa, sópar húsið og leitar vandlega, uns hún finnur hana?
Ég veit ekki nákvæmlega hve mikils virði 1 drakma er, en við fáum strax að vita, að þessi týnda drakma er ekki sú eina sem konan á. Ég veit ekki heldur hvað lampaolían kostaði, en á þessum tíma, hún hefur örugglega verið dýrmæt. En konan byrjar strax að leita... eins og hún hafi ekkert annað að gera, eða eins og drakman færi eitthvað þó hún leitaði þegar það væri orðið bjart...

Í þessari dæmisögu hefur verðmæti hins týnda, þó það sé aðeins 1 drakma, aukist í 10% frá sögunni um týnda sauðinn.  
Ef við kíkjum á 1.vers þessa kafla þá segir þar að það eru tollheimtu-menn að hlusta.  Jesús vissi að til þess að dæmisögurnar virkuðu sem best, urðu þær að vera um málefni sem fólkið þekkti að eigin raun. Týndur peningur var betri viðmiðun en týndur sauður fyrir tollheimtumenn. 

-9- Og er hún hefur fundið hana, kallar hún saman vinkonur sínar og grannkonur og segir: Samgleðjist mér, því að ég hef fundið drökmuna, sem ég týndi.
Ef konur þessa tíma hafa verið líkar konum í dag, þá er eins líklegt að, það hafi kostað hana meira en eina drökmu, að kalla saman vinkonur sínar og grannkonur. Þegar upp er staðið var konan kanski í mínus. 

-10- Ég segi yður: Þannig verður fögnuður með englum Guðs yfir einum syndara, sem gjörir iðrun.   Þessi saga segir okkur að það getur kostað okkur meira en það sem við týndum, að gefast ekki upp, heldur leita þar til við finnum, frekar en að sætta sig við að týna og láta það bara eiga sig.

Aðalmálið er að finna hið týnda og bjarga því frá eilífri glötun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband