Leita í fréttum mbl.is

Heyra ekki og skilja ekki...

Jesús sagði í Jóh 15:1-8
-1- Ég er hinn sanni vínviður, og faðir minn er vínyrkinn.
-2- Hverja þá grein á mér, sem ber ekki ávöxt, sníður hann af, og hverja þá, sem ávöxt ber, hreinsar hann, svo að hún beri meiri ávöxt.
-3- Þér eruð þegar hreinir vegna orðsins, sem ég hef talað til yðar.
-4- Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér.
-5- Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.
-6- Hverjum sem er ekki í mér, verður varpað út eins og greinunum, og hann visnar. Þeim er safnað saman og varpað á eld og brennt.
-7- Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið, og yður mun veitast það.
-8- Með því vegsamast faðir minn, að þér berið mikinn ávöxt, og verðið lærisveinar mínir.

Páll sagði í Róm 10:16-19 Hefur Ísrael hvorki heyrt eða skilið fagnaðarerindið um Krist???
Og margir í dag skilja ekki heldur að þeir gyðingar sem búa í Ísraelsríki nútímans eru ekki lengur útvalin þjóð Guðs... Þeir sem afneita Kristi eiga ekki að vera upphafnir af kristnum.

Kristur gerði allt sem hann gat til að boða gyðingum fagnaðarerindið, hann sendi lærisveinana út tvo og tvo (Lúk 10:1) en skilaboð hans til þeirra voru... að væru þeir ekki velkomnir, þá skyldu þeir þurrka dustið af fótum sér og fara, en þrákálfarnir sem vildu ekki taka á móti fagnaðarboðskapnum skyldu samt fá að vita að Guðs ríki væri í nánd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband