Leita í fréttum mbl.is

Sá sem ákallar nafn Drottins mun hólpinn verða

Ég kom frekar vonsvikin heim í kvöld. Hafði verið á fundi... þar sem ég held að margir fundarmanna séu á rangri leið. Þegar ég kom heim leitaði ég í Biblíuna... dró korn... þau festust nokkur saman og ég raðaði þeim í þá röð sem ég losaði þau sundur og byrjaði að fletta.

Sálm 86:11-12
Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt.  Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta og tigna nafn þitt að eilífu,

Jóel 3:5
Og hver sem ákallar nafn Drottins, verður hólpinn. Því að á Síonfjalli og í Jerúsalem munu nokkrir lifa af eins og Drottinn hefir heitið. Hver sem ákallar nafn Drottins mun frelsast.
Önnur hugsanleg þýðing á síðustu setn.: Meðal þeirra sem frelsast eru þeir sem Drottinn kallar.

Lúk 22:29-30
Og yður fæ ég ríki í hendur, eins og faðir minn hefur fengið mér,
að þér megið eta og drekka við borð mitt í ríki mínu, sitja í hásætum og dæma tólf ættkvíslir Ísraels.

Sálm 130:7-8
Ó Ísrael, bíð þú Drottins, því að hjá Drottni er miskunn og hjá honum er gnægð lausnar.
Hann mun leysa Ísrael frá öllum misgjörðum hans.

Hver sá sem ákallar nafn Drottins, mun hólpinn verða... nafnið JESÚS gefur okkur frelsi. Jóel segir að NOKKRIR munu lifa af á Síonfjalli og í Jerúsalem... það eru þeir sem ákalla nafn Drottins Jesú Krists... en þjóð Guðs, Ísrael sem beið Drottins, þekkti hann ekki...
Þeir sem kannast ekki við mig á jörðu mun ég ekki kannast við á himnum sagði Jesús... við erum ávöxtur trúarinnar. Jesús er rótin sem við fáum næringuna frá.
Jóh 15:1   Ég er hinn sanni vínviður, og faðir minn er vínyrkinn.
Jóh 15:5   Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar.

Þeir sem höfnuðu Jesú voru sniðnir af vínviðnum og Ísrael varð svo fámennur að Páll kallar hann leifar í Róm 9:27 og Róm 11:5. Aðeins leifar frelsuðust - hinir urðu forhertir og Guð gaf þeim sljóan anda... ALLT TIL ÞESSA DAGS... En Guð gengur ekki á bak orða sinna þó meirihluti lýðs hans hafi hafnað syninum. Guð er trúr þeim sem tóku við Jesú og hann græddi heiðingjana á vínvið sinn í stað þeirra sem voru sniðnir af.
Lýður Guðs ber enn nafnið Ísrael.
Hvers vegna?  Lýður Guðs skipti hvorki um nafn eða kennitölu... hann skipti um fólk og skipar nú eingöngu þá sem ákalla nafnið Jesús... Hjá honum munu þeir sem trúa á Krist fá miskunn og verða leyst frá misgjörðum sínum. AMEN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband