Leita í fréttum mbl.is

Ríki maðurinn og Lasarus

Jesús sagði allt í dæmisögum og ein þeirra fjallar um ríka manninn og Lasarus. Dæmisögur hafa þann eiginleika að geta talað inn í margar aðstæður, þær er hægt að túlka á margan hátt. En Jesús hlýtur að hafa haft einhverja sérstaka meiningu í huga þegar hann sagði hverja og eina þeirra.

Sagan um ríka manninn og Lasarus í Lúk.16:19 fjallar ekki um að einhver hafi sankað að sér auð, hvort sem það var á heiðarlegan eða óheiðarlegan hátt og að sá fátæki væri hlunnfarinn af þeim ríka.
Nei, ríkidæmi ríka mannsins felst í því að hann og bræður hans voru gyðingar, þeir áttu fyrirheit Guðs - Lögmál Móse og spámennina. Fátækt Lasarusar fólst í því að hann var heiðingi.

Gyðingar kölluðu heiðingja ,,hunda" og þessi dæmisaga og Mark 7:26 segir að heiðingjar vildu gjarnan seðja sig á því sem félli af borðum gyðinga. Þeir vildu þiggja molana (fróðleiksmolana) sem eru Guðs orð en gyðingar héldu því fyrir sig.
Mark.7:26 Hverjir voru fátækir?  
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/659218/

Ríkidæmið og fátæktin í sögunni er því andlegt en ekki veraldlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband