Leita í fréttum mbl.is

Gyðingar - kristnir

Ég heyri það stundum að menn skipta gyðingum í 2 hópa... gyðinga og gyðing-kristna og eru menn þá væntanlega að telja þá gyðing-kristna sem hafa tekið kristna trú. 
En málið er mjög einfalt... ef búddisti tekur upp kristna trú verður hann kristinn, ekki búdda-kristinn. Ef múslimi tekur upp kristna trú verður hann kristinn, ekki múslima-kristinn og það er nákvæmlega eins ef gyðingur tekur upp kristna trú... þá verðu hann kristinn, ekki gyðing-kristinn.

Þessi flokkun á gyðingum, kemur sennilega út frá ritum fræðimanna nútímans. En þar rekst maður á aðgreiningu hins frumkristna safnaðar á 1.öld.
Þar eru menn að vísa til bakgrunns þeirra sem voru í hinum fyrstu söfnuðum... og til aðgreiningar nota þeir ,,heiðin-kristinn og gyðing-kristinn" en fólkið sjálft flokkaði sig sem gyðinga þar til í óeirðunum árið 49/50 er Kládíus rak alla ,,gyðinga" frá Róm. sbr. Post.18:2 og en í Rómv.16:3... eru þessir gyðingar samverkamenn í Kristi.

Við fall musterisins um árið 70... er talið að kristnir hafi aðgreint sig endanlega frá gyðingum. Strax á 1.öld finnast vísbendingar um að kristnir menn hafi aðgreint sig með því að taka upp sunnudaginn sem hvíldardag, þó páfi hafi ekki sett það í lög fyrr en árið 323.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aida.

Amen

Aida., 22.2.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband