Leita í fréttum mbl.is

Raddir mótmælenda ekki þjóðarinnar...

Það má dást að þrautseigju mótmælenda... að mæta í hvaða veðri sem er til að standa með búsáhöldin fyrir utan Alþingishúsið. Þetta fólk mætir bara fyrir sjálft sig... enginn getur mætt í nafni annars. Það getur kallað sig Raddir fólksins en þau eru bara raddir þeirra sem mæta.

Það er misjafnt hvað forkólfarnir draga inn í umræðuna og ætla að fá athygli út á... Herði Torfa fannst t.d. að Geir Haarde ætti ekki að draga veikindi sín fram á þessum tíma... en hann sagði ekkert þegar kynhneigð Jóhönnu var dregin fram í dagsljósið.  Það er ekki sama hver er... allir í kosningabaráttu, verið að veiða atkvæði hjá samkynhneigðum.


mbl.is Raddir fólksins funduðu með forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Bryndís: Ég verð að fá að leiðrétta þig aðeins, það hafa fjölmargir sem ekki hafa séð sér fært að mæta á mótmæli sagt við mig að ég sé með þeirra umboð á staðnum.

FLÓTTAMAÐURINN, 14.2.2009 kl. 01:25

2 identicon

Flóttamaður, það eru líka mjög margir af þeim sem mæta niður á austurvöll, í leit að spennu og sjá hvað er í gangi.

Axel (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 01:44

3 identicon

Raddir fólksins og þeirra kröfur endurspegla ca.70% þjóðarinnar.

Punktur

HG (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 02:45

4 identicon

Smá til í þessu. Auðvitað geta þau ekki talað f. alla þó margir kunna að vera sammála þeim.

En kommonn þessi þjóðar umræða er komið út í rugl. Þurfa 300.000 manns að mæta niðrí miðborg R.víkur til að það sé gilt sem þjóðin. Auðvitað eru mótmælendur þjóðin. Hvað eru þeir annað. Líka meðmælendur. Þú ert þjóðin. Ég er þjóðin. Allir sem hafa skoðanir hérna, hvernig sem þær kunna að vera, eru þjóðin. Það að allir verði að vera sammála um eitthvað, sé skilyrði þess að hægt sé að tala um "þjóðina", er skilgreining sem gengur ekki upp enda er ekki til þjóð sem er alltaf sammála.

Ari (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 14:09

5 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Bryndís - held að þú málir nú ...... skrattann á vegginn.  Krabbamein veldur fötlun á starfsorku og lífsorku - sem sagt dregur úr fólki allan mátt.  Það virtist vera sem svo á sínum tíma þegar Geir tilkynnti um veikindi sín, að allt ætti að stoppa á því.  Þjóðin hafði beðið eftir sérstökum fundi um Evrópumálin - en allt í einu var ekki talað um það né heldur skipti það máli.  Það var spurning sem hafði hvílt á þjóðinni frá falli og gat aldrei staðið og fallið með heilsufari eins manns.

Það að vera samkynhneigður telst ekki til fötlunar.

Gæti munurinn verið fólginn í þessu?

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 14.2.2009 kl. 15:07

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er til lítils að veiða atkvæði hjá samkynhneigðum, Bryndís – þeir eru svo fáir, ná ekki helmingnum og kannski ekki nema fjórðungi af því 5% lágmarki sem þarf til að fá uppbótarmann á þing. Sjá greinina Hversu algeng er samkynhneigð á Íslandi? og ekki síður þessa grein: Tekur Framsókn mið af kristnu siðferði eða ímynduðum fjölda samkynhneigðra? – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 14.2.2009 kl. 17:05

7 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæl öll,
Ég er ekki á þeirri skoðun að ein manneskja sé þjóðin. Sá maður sem hefur verið hvað ötulastur við mótmæli á ÍSLANDI er Helgi Hóseason... samkvæmt skilgreiningunni hér að framan er hann þjóðin.
Það er allt of mikið um alhæfingar hér, þeir sem mæta geta verið þverskurður af ákveðinni prósentu þjóðarinnar en aldrei þjóðarinnar allrar.
Í sambandi við veikindi Geirs, þá taldi Hörður hann vera í atkvæða-veiðum en ekki að Geir hefði ekki starfsorku... þess vegna setti ég þögn Harðar í sambandi samkynhneigð Jóhönnu í samband við atkvæðaveiðar.

Bryndís Svavarsdóttir, 14.2.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband