Leita í fréttum mbl.is

Tala dýrsins 666

Ég fékk bækling inn um lúguna, ég þekkti strax að hann var frá Aðventistum. Hvíldardagurinn, Danielsbók og Opinberunarbókin eiga hug þeirra allan. Ég býst við að þessi bæklingur fari inn á hvert heimili.
Aðventistar eru besta fólk, ég hef oft farið á samkomu hjá þeim, finnst margt gott hjá þeim... en trúin er meira en hvíldardagurinn og spádóms-samlokurnar. 
Ég hef bloggað um það áður að Aðventistar telji Kaþólsku kirkjuna vera antikrist... eitt af táknunum er einmitt yfirskrift embættis páfa... VICARIUS FILII DEI... þar sem Aðventistar leggja saman rómversku tölurnar í nafninu og fá út tölu dýrsins 666

Eitthvað finnst mér skrítið að þeir telji bæði stafina V og U vera töluna 5 og þess vegna kíkti ég á þessa síðu á netinu sem sýnir hvernig rómversku táknin eru hugsuð og hvaða tölur gilda fyrir hvern staf.
http://gwydir.demon.co.uk/jo/numbers/roman/index.htm#count

Fáið þið út... 666 ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nop sorry.. .999  ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 13:46

2 Smámynd: Mofi

Svo það nú komi fram þá er þessi bæklingur ekki á vegum kirkjunnar. Einhvern norðmaður er hérna á landinu og stendur fyrir þessu; ég persónulega er nýbúinn að fá hann inn um lúguna hjá mér en hef ekki lesið hann svo ég læt vera að tjá mig meira um hann akkúrat núna.

Varðandi 666, þá er það aðeins eitt af mörgum atriðum sem létu Lúther, Isaac Newton og fleiri komast að þeirri niðurstöðu að litla hornið í Daníelsbók er Kaþólska kirkjan á miðöldum. Ég hreinlega þekki ekki tenginguna við anti Krist...

Takk fyrir góða færslu Bryndís :)

Mofi, 2.2.2009 kl. 16:54

3 Smámynd: Mofi

Bryndís
Eitthvað finnst mér skrítið að þeir telji bæði stafina V og U vera töluna 5 og þess vegna kíkti ég á þessa síðu á netinu sem sýnir hvernig rómversku táknin eru hugsuð og hvaða tölur gilda fyrir hvern staf.

Í latnesku stafrófi þá er V og U hið sama, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Latin_alphabet

Mofi, 3.2.2009 kl. 10:26

4 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Mófi,
Ég fór inn á síðuna, getur þú verið svolítið nákvæmari hvar ég á að finna þetta. Ég sá að á miðöldum taka þeir inn U sem sérhljóða, en ég gat hvergi séð að U táknaði töluna 5.
Með kveðju,

Bryndís Svavarsdóttir, 3.2.2009 kl. 12:11

5 Smámynd: Mofi

Í töflunni sem hefur yfirskriftina: Classical Latin alphabet

Mofi, 3.2.2009 kl. 12:17

6 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Mófi,
Ég fór inn á síðuna aftur og skoðaði aftur þann hluta sem fjallaði um U og V...  V gat verið borið fram sem 2 hljóð... U og V
Það ætti samt sem áður ekki að hafa nein áhrif á að bókstafurinn V = tölustafurinn 5... en maður ætti kanski að leita til sérfræðinga og spyrja hvort það finnist U í ártölum eða öðrum latneskum tölum... slíkt hlýtur að vera forsenda fyrir að það sé hægt að setja samasem merki þar á milli.
Með kveðju, 

Bryndís Svavarsdóttir, 3.2.2009 kl. 16:58

7 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Ég lagði inn fyrirspurn á Vísindavef HÍ, varðandi bókstafina U og V og rómverska tölustafinn 5... Hér er svarið sem ég fékk...

,,Bókstafurinn V er notaður fyrir 5 en ekki U. Það að ekki hafi verið gerður greinarmunur á U og V merkir í raun að í stað U var ritað V."
Kveðjur, Ritstjórn Vísindavefsins.

Samkvæmt þessu er niðurstaðan:
Þar sem U er skrifað getur það ekki táknað V, heldur er það öfugt, að á bak við V gat verið U... U getur ekki táknað rómverku töluna 5

Bryndís Svavarsdóttir, 5.2.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband