Leita í fréttum mbl.is

,,þjóðin" er þá alltaf að minnka!

Menn mótmæla fyrir framan Alþingishúsið, enda í fullum rétti til þess. Fyrirsögn fréttar Mbl.is er ,,Þjóðin var í Alþingisgarðinum"... Þjóðin er nú orðin heldur fámenn ef hún kemst fyrir í Alþingisgarðinum. Fyrirsagnir fjölmiðla eru ekki alltaf sannleikanum samkvæmar.

Auðvitað á ekki að eyða dýrmætum tíma í umræðu um bjórsölu í matvörubúðum - raunar ætti bara að loka Ríkinu og hætta að selja tóbak...
Menn heimta kosningar... en hvern ætla menn að kjósa ef gengið væri til kosninga NÚNA?  það væru sömu andlitin í framboði.
Sjálfstæðisflokkur, Samfylking,  Framsókn = sami grautur í sömu skál og enginn flokkur getur unnið með Vinstri grænum...

Því miður verður að bíta í það súra og bíða betri tíma með kosningar.


mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Krafan er ekki á kosningar núna Bryndís, krafan er á kosningar í vor. Stígi hins vegar ríkisstjórnin frá núna er fjöldinn allur til af mjög hæfu sérfræðingum hér heima og erlendis sem eru tilbúnir til þess að starfa í neyðarstjórn fram að næstu kosningum.

Við höfum ekki efni á því að hafa þessa algerlega vanhæfu ríkisstjórn með frestunaráráttu við stjórn lengur!

Baldvin Jónsson, 20.1.2009 kl. 19:30

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Baldvin,
Vor... það er ekki langur tími. 
Eru þessir sérfræðingar ekki í fullu starfi fyrir?  Ástandið er mjög viðkvæmt... höfum við tíma í þessari ,,strax-áráttu" að bíða eftir að nýir menn komi sér inn í málin?
En ég er sammála þér - það er erfitt að bíða eftir virkni þeirra aðgerða sem þó hafa verið framkvæmdar, vitandi það að ástandið mun samt sem áður versna og á meðan hlaðast upp skuldir fólks og atvinnuleysi og vonleysi eykst.

Bryndís Svavarsdóttir, 20.1.2009 kl. 19:51

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það eru þegar byrjuð að byggja upp ný öfl sem verða vafalaust tilbúin þegar vorar. Við þolum ekki við lengur, óbreytt ástand þýðir aðeins almennan landflótta.

Skoðaðu vefinn okkar http://lydveldisbyltingin.is

Þar fer nú fram frjó hugmyndavinna fyrir endurheimt lýðræðisins.

Baldvin Jónsson, 20.1.2009 kl. 19:59

4 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Baldvin,
Ég kíkti á síðuna, finnst margt gott af þessu, ég hef t.d. lengi viljað kjósa nöfn en ekki flokk... en það býður kannski bara upp á enn meiri spillingu... farið að versla með atkvæðin.
Það eru gallar á öllum kerfum
Eitt hefur mér alltaf fundist undarlegt, maður kýs flokk sem fær sæti á þingi... þingmaður flokksins verður fúll og skiptir um flokk... og fer með atkvæðið mitt... samt kaus ég flokkinn en ekki þingmanninn

Bryndís Svavarsdóttir, 21.1.2009 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband