Leita í fréttum mbl.is

Hvernig er tilfinningin, þegar ráðist er gegn henni?

Það er allt í lagi að mótmæla, en þegar mótmælin eru farin að snúast um það að eyðileggja eigur annarra, þá er ekki hægt að líða þau lengur.

Ég er viss um að Eva lítur öðruvísi á skemmdarverkin sem eru framin á hennar eigum... en þeim skemmdarverkum sem mótmælendur (og hún þar á meðal) fremja útí bæ.

Sá sem mætir á staðinn og tekur þátt í mótmælum sem fara út í öfgar, ofbeldi og skemmdarverk er í raun samsekur með stuðningi sínum við hópinn. 

Svo vaknar þessi spurning:
Eru menn með grímur til þess að geta gengið lengra í mótmælunum... eða skammast menn sín fyrir að mótmæla?


mbl.is Ráðist gegn Nornabúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er líklega bara einhver að mótmæla þessu kukli hennar.

Viðkomandi á ekki grímu til að fela sig á bakvið og brunar því bara í burtu... Það er í raun sami gunguhátturinn...

En ég persónulega er á móti svona skemmdarverkum, finnst bara ólíðandi að fólk seti = milli mótmæla og skemmdarverka...

Kjartan Kjartansson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

En fólkið sem þú ert að verja með því að níða Evu og aðra mótmælendur niður - Þeir hafa ekki unnið skemmdarverk á landi og þjóð? Ertu að reyna að segja að þeir hafi ekki arðrænt Íslendinga alla, steypt þúsundum einstaklinga í gjaldþrot, atvinnuleysi og jafnvel fátækt, svo ekki sé nú talað um niðurlægingu og eyðileggingu á annars ágætu orðspori Íslendinga úti um allan heim.

Skv. þínum rökum ertu samsek spillingaröflunum, þú ert annaðhvort með eða á móti byltingu í siðferðisgildum og mati. Same-old same-old á þínum bæ? Það virkaði svo roooosalega vel á undanförnum árum...

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.1.2009 kl. 16:55

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Meiru djöfulsins fíflin sem vaða hér um allt.

Eva ber ekki ábyrgð á skemmdarverkum sem þú ert að vísa til frekar en hún ber ábyrgð á efnahagsástandi þjóðarinnar

Heiða B. Heiðars, 2.1.2009 kl. 16:56

4 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Kæra Hólmfríður,
Ég byrjaði á að segja að það væri allt í lagi að mótmæla, EN ÞEGAR MÓTMÆLIN ERU FARIN AÐ SNÚAST UM ÞAÐ AÐ EYÐILEGGJA EIGUR ANNARRA... og þá á ég líka við hennar eigur.... ÞÁ ER EKKI HÆGT AÐ LÍÐA ÞANNIG MÓTMÆLI.

Ég er ekki sammála að ,,ÖLL MÓTMÆLI SÉU GÓÐ"... ég held að ofbeldisfull mótmæli virki öfugt... ennfremur tel ég að fólk sem mótmæli með góðum ásetningi og friðsamlega, þurfi ekki að fela sig bak við grímu.

Bryndís Svavarsdóttir, 2.1.2009 kl. 16:58

5 identicon

Friðsamleg mótmæli skila engu í landi þar sem dæmdir glæpamenn sitja á þingi. Enginn segjir af sér, vegna þess að þeir eru allir siðspilltir eigingjarnir hálfvitar sem hlusta ekki á friðsamleg mótmæli.

Óli (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 17:32

6 identicon

Gott hjá þér, Bryndís, að hunsa betri rök og málfærslur í seinni athugasemdum hérna með svari þínu. Ef þú getur ekki rökrætt almennilega við almennilegt fólk ættir þú kannski að endurskoða skoðanir þínar.

Neptúnus Hirt (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 17:41

7 identicon

Lögreglan er gerandi, ekki þolandi. Um leið og þú gerir þér grein fyrir því, þá breytist þitt hugarfar. Spurningin er bara, hversu marga lögreglan þarf að drepa til að þú áttir þig á því.

Skorrdal (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:21

Sjáið hvað þetta er glæsilegur málflutningur, endemis fífl þessi maður er, en samt reynir hann afla þessari vitleysu einhvers stuðnings með svona málflutningi og hvetur menn að fara grímuklædda niðri í bæ að halda vitleysunni áfram??? þvílíkur hálfviti.

Óskar (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 18:43

8 identicon

Grímurna eru án efa notaðar af tvennum tilgangi. Til að vernda viðkomandi gegn ofsóknum yfirvalds leynt og ljóst, og til að halda starfinu því eflaust eru kreddufullir vinnuveitendur til hingað og þangað sem nota um þessar mundir hvaða afsökun sem er til að fækka smávegis í fyrirtækinu.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 18:49

9 identicon

Það er alveg magnað að ekki megi gangrýna mótmælendur.  Það sem gerðist á gamlársdag er ekkert nema húsbrot og ofbeldi af hálfu mótmælenda og því ættu þeir ekki að verða hissa á að vera hraktir burt af lögreglu.

Ég er með þessum orðum ekki að verja ríkisstjórnina eða aðra sem bera ábyrgð á efnahagshruninu.

Hvernig á að vera hægt að taka mark á fólki sem mótmælir með því að brjóta lög?

Ég get ekki með nokkru móti séð að lögregla hafi gert eitthvað rangt.  Eigendur hótel Borgar eru í fullum rétti á að láta rýma eign sýna og það er reyndar merkilegt hve mikla þolinmæði lögreglan hefur.

Tóti (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 19:11

10 identicon

Ég á erfitt með að skilja muninn á því að eyðileggja eigur auðmanna af því að maður er ósáttur við hvað þeir voru/eru að gera eða að eyðileggja eigur nornar sem einhver er ósáttur við hvað hún var/er að gera.

Ég held að mótmælendur sem mótmæla með ofbeldi og eyðileggingu átti sig ekki á því að þau eru að setja nýjan standart í samfélaginu þar sem ofbeldi og eyðilegging eru ásættanleg, hvort sem því er beitt gegn yfirvaldinu, fyrirtækjum eða einstaklingum eða eigum þeirra. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 19:57

11 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæl öll sömul,
Þið verðið að afsaka, ég er stödd í Mississippi, 6 tíma tímamunur við Ísland og ég datt út úr þessum fjörugu tjáskiptum hér að ofan, vegna þess að ég þurfti að fara út í bæ.
Þegar ég skrifaði fyrri athugasemd mína voru 3 athugasemdir skráðar... um leið og ég sendi hana komu fleiri inn en ég mátti ekki vera að því að svara þeim.
Það eru okkar forréttindi í frjálsu landi, að meiga hafa skoðanir, en auðvitað stangast þær á en þá er stundum stutt í ljót orð eða óviðeigandi athugasemdir.
Það er sama hvernig menn líta á málin...eða við séum á öndverðum eiði, þá höfum við engan rétt til að eyðileggja eigur annarra og mér finnst enn vitlausara að eyðileggja okkar eigin sameiginlegu eigur (opinberar eigur)... því eftir allt - þá eru það við sem borgum.
Ég var hvorki að níða Evu eða aðra mótmælendur niður, en í greininni á Mbl.is er leitt getum að því að skemmdarverkin geti hafa verið unnin á verslun Evu vegna þátttöku hennar í mótmælum.
Auðvitað ber hún persónulega ekki ábyrgð á fjármálahruninu... er hægt að benda á einhvern einn. Menn virðast ekki sjá lengra en nefið á sér... allt þetta ástand byrjar úti í heimi.
Útrásin sem felldi okkur, var auðvitað gígantísk fyrir svona lítið land en.... rétt upp hendi, sá sem vill græða. Einmitt, allir vilja græða og hafa það gott.
Enginn okkar vill fá grjót inn um gluggann hjá sér. Ég hef meiri trú á friðsamlegum mótmælum en ofbeldisfullum og er sammála þeim sem fannst lögreglan vera búin að sýna þolinmæði.

Bryndís Svavarsdóttir, 2.1.2009 kl. 20:46

12 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Rétt upp hendi sem vill græða með óheiðarlegum, siðlausum aðferðum, arðráni t.d. með því að láta stjórnmálaflokka rétta þér almenningseigur á undirverði (t.d. bankana & símann) eða jafnvel fyrir ekki neitt (kvótann).

Eitthvað er ég hræddur um að eitthvað færri myndu stökkva til ef þú spyrðir á örlítið upplýstari hátt.

Auðvitað gerði lögrelgan skyldu sína við lögin (og reyndar dómsmálaráðherra) og kom fólki út úr Hótel Borg og auðvitað gerðu mótmælendur skyldu sína við land og þjóð og lætur hyskið sem finnst það öruggt í stöðum sínum vita að til sé fólk sem mun leggja líf og limi í sölurnar til að forða Íslandi frá því að breytast í fasistaríki eða bananalýðveldi. Nú er bara að sjá hvað lætur fyrr undan.

Rúnar Þór Þórarinsson, 3.1.2009 kl. 08:35

13 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ah, og ég gleymdi Bryndis - Svo mundi ég fara varlega í að hampa um of Bandarísku klisjunni um að "búa við þau forréttindi að mega hafa skoðanir". Ég bý líka hér og sé glöggt hvað trúin á þetta verður til þess að fólk glatar þessum rétti. Allt og sumt sem stjórnvöld hér sjá að þau þurfa að gera er að hundsa áðurnefndar skoðanir og þá virka þessi sjálfsögðu réttindi eins og deyfilyf.

Það eru þeir mótmælendur sem láta til sín taka OG þeir sem mæta þolinmóðir með þúsundir undirskrifta og kröfur sem GÆTA að því að þessi réttur sé ekki fótum troðinn. Spáðu aðeins í þessu.

Rúnar Þór Þórarinsson, 3.1.2009 kl. 08:38

14 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Rúnar Þór,
Ég virði afstöðu þína... svo þú býrð ekki á Íslandi, það geri ég aftur á móti, ég er bara á ferðalagi hér... Ég hef kanski aðeins aðra sýn á málið vegna þess en þú. 

Bryndís Svavarsdóttir, 3.1.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband