Leita í fréttum mbl.is

Komin heim

Við komum heim í morgun, lentum kl 6:10 í Keflavík. Við fórum út af hótelinu um hádegi á þriðjudag, flugum næturflug til Boston (4:30 klst) lentum þar kl. 7 um morguninn...
Vegna þess hve langt var á milli fluga urðum við að taka töskurnar og bíða í 10 klst. á flugvellinum eftir að geta tékkað okkur aftur inn. Þegar við höfðum gert það fórum við á Priority Pass inn á betri stofu...þar sem átti að vera matur og drykkur... meiri drykkur - smá kökunasl... gott að við vorum með nesti með okkur. 

Flugið heim var kl. 8:35 í gærkvöldi og flugtími 4:10. Tvö næturflug taka aðeins á... Pabbi og mamma sóttu okkur á völlinn. Ég svaf sirka 1 klst í hvoru flugi og er orðin svolítið drusluleg. Ætla samt að hanga uppi í dag til að snúa strax á íslenskan tíma. Nú er ég búin að taka upp úr töskunum og ganga frá dótinu og farin að þvo þvott - ekki veitir af Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég elska ykkur . Þið eruð yndisleg. Gott að fá ykkur heim

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Takk, við elskum ykkur öll líka

Bryndís Svavarsdóttir, 14.12.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband