Leita í fréttum mbl.is

Það er allt hægt !

LasVegas 9.des.2008
Við eyddum síðasta deginum okkar í Las Vegas, við að skoða nokkrar stórkostlegar byggingar við Las Vegas Blvd.-The Strip.

Við byrjuðum á glæsilegu hóteli með jólaþorpi en í garðinum fyrir framan var vígt vatnsorgel í gærkvöldi. 
Í gær voru reyndar líka opnuð ný bílastæði við hið fræga kennimerki Las Vegas... skilti sem ferðamenn láta oft mynda sig við. Vegna bílastæðavandamála hafa orðið slys og oft legið við slysum við staðinn.
LasVegas 9.des.2008 Við fórum ekki þangað Shocking

Síðan skoðuðum við The Planet Hollywood Miracle Mile... þegar við gengum um inni í húsinu, var eins og við værum úti á götu í Austurlöndum... það kom þrumuveður og rigndi í miðjunni... okkur fannst það reyndar ekkert sniðugt  GetLost

LasVegas 9.des.2008 Þaðan fórum við á Mandalay Bay og skoðuðum spilasalina með allri ljósadýrðinni. Það kostar ekkert að skoða Smile

Síðasta húsið sem ég dró hinn fótalausa Bíðara nr. 1 inní, var ,,The Venetian"
Það var ótrúlegt að sjá...
LasVegas 9.des.2008á annarri hæð í húsinu, var umhverfið eftirlíking af Feneyjum...  

Þarna sigldu um gondólar og menn sungu ,,O sole mio"
ÞAÐ ER GREINILEGA ALLT HÆGT

Þarna er ég komin ,,til Feneyja" Joyful
Nú sit ég og blogga á flugvellinum í Vegas, flugvélin sem á að flytja okkur til Boston er komin.
LasVegas 9.des.2008 Hér eru spilakassar út um allt... JUST IN CASE... ef einhver ætli nú með peninga burt W00t 

Það hafa verið spilakassar á hverju strái, í Albertson, Wal-Mart og hvaðeina...
hér eru meira að segja spilakassar við töskufæriböndin...

Nú kveðjum við Borg Ljósanna eða ,,borg syndarinnar" eins og Bragi sagði að Las Vegas væri kölluð... ég hefði alveg viljað vera lengur Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband