Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlega krúttlegt

Barn snýr sér að Guði og segir: Mér er sagt að ég verði sendur á jörðina á morgun., hvernig get ég lifað eins lítill og ósjálfbjarga og ég er?
Guð segir: Ég hef valið engil fyrir þig úr hópi engla og hann bíður eftir þér, þessi engill mun sjá um þig.
En segðu mér Guð, segir barnið... hérna á himninum geri ég ekkert annað en að syngja og brosa og það er nóg til að vera hamingjusamur.
Og Guð segir: Engillinn þinn kemur til með að syngja fyrir þig, hann brosir til þín alla daga og þú verður umlukinn ást og þannig verður þú hamingjusamur.

Barnið spyr: En hvernig get ég skilið tungumálið sem mennirnir tala?
Guð svarar: Engillinn þinn segir falleg orð við þig, fallegustu orð sem þú hefur nokkurn tíma heyrt og með mikilli þolinmæði og kærleik mun hann kenna þér að tala.
Barnið spyr: Hvað geri ég ef ég vil tala við þig?
Guð segir: Engillinn þinn mun setja saman hendur þínar og kenna þér að biðja.

Barnið segir: Ég hef heyrt að á jörðinni séu til vondir menn, hvernig get ég varið mig?
Og Guð segir: Engillinn þinn mun verja þig þó það kosti hann lífið.
Barnið segir: En ég verð alltaf sorgmæddur, því ég sé þig ekki oftar.
Guð segir: Engillinn þinn á eftir að segja þér frá mér og vísa þér veginn í áttina til mín, en þó mun ég alltaf vera við hlið þér.

Á þessu andartaki færðist ró yfir himininn, guðdómlegar raddir heyrðust og barnið sagði: Kæri Herra, þar sem ég er að fara, segðu mér... hvað heitir engillinn minn?

Og Guð svaraði: Nafn hans skiptir ekki máli, þú kallar hann bara ,,mömmu"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó ég hef heyrt þetta áður þá fékk ég gæsahúð og smá kökk í hálsinn við tilhugsunina um að litla barnið mitt sé að bíða eftir að koma að hitta engilinn sinn

Lovísa (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband