Leita í fréttum mbl.is

2,3% af þjóðinni mættu, Katrín!

Í ræðum sumra, sem segjast mótmæla friðsamlega á Austurvelli, er að finna vissan æsingatón og þeir eru farnir að gefa yfirlýsingar eins og þeir hafi umboð þjóðarinnar.
2,3% þjóðarinnar mættu og menn tala eins og meirihluti þjóðarinnar sé sammála þeirra orðum og aðgerðum.  Við höfum öll skoðanir á málunum.
97,7% þjóðarinnar mætir ekki á Austurvöll, margir þeirra geta samt sem áður verið sammála einhverju sem þar fer fram - aðrir eru ósammála...  við viljum öll að það sé tekið á málunum með festu en líka með öryggi...
Flas er ekki til fagnaðar.
mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um að gera að grípa til tölfræðinnar - hún er mjög skemmtileg og hagnýt.  Annars eru íbúar á stór Rvk. svæðinu milli 16 og 70 ára um 140 þúsund svo hlutfallið er ríflega 5%, sem telst nú nokkuð góð mæting. Ekki eiga allir heimangengt vegna aðstæða, bundin yfir börnum, eru veikir, eru í vinnu, þora ekki að mæta af ýmsum ástæðum og svo má lengi telja. Um þetta má ræða fram og aftur, en ljóst má vera að fjöldi mótmælenda fer vaxandi og segir það alla söguna. Raddirnar eru líka farnar að hækka þar - og hjá Jóni og Gunnu sem við hittum á förnum vegi - allir eru á sama máli um óreiðuna hér.

Önnur smá tölfræði: Íbúar BNA eru 300 miljónir - við erum 0,3 miljónir. 

Hefur þú heyrt af mótmælum þar niðri í bæ þar sem 7.000.000 komu saman til mótmæla  - viku eftir viku ?

Kveðja Hákon Jóhannesson

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Já endilega gerðu lítið úr þessum mótmælum Bryndís, kannski Guddi geti aðstoðað þig líka ...

Sævar Einarsson, 23.11.2008 kl. 00:59

3 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sælir,
Ég er alls ekki að gera lítið úr mótmælunum, ég virði rétt fólks til að mótmæla og ég tel friðsamleg mótmæli skila meiri árangri en ófriðsamleg.
Hitt er aftur annað mál hvort ræðumenn geti talið sig tala fyrir alla landsmenn og hvort það sé besta leiðin að varpa fram hótunum um útburð, eins og gert var síðasta laugardag.
Eins og ég sagði... geta margir sem ekki mæta á Austurvöll verið sammála sumum rökum ræðumanna, en ósammála öðrum. 
Landsmenn eru almennt reiðir, en það gefur ræðumönnum ekki umboð til aðgerða.
Fyrir utan það að ef hótunum verður framfylgt... eru ,,friðsamlegu mótmælin" þá ekki orðin ,,ófriðsamleg"?

Bryndís Svavarsdóttir, 23.11.2008 kl. 12:18

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Já, það hefur virkar best hingað til , friðsamleg mótmæli, gefa lögreglunni blóm og brosa framan í stjórnvöld og láta það líta út eins og fólk sé reitt, að því sé logið, að spilling og flokkspólitík sé hið besta mál... manstu eftir Falum Gong mótmælunum ? afhverju má fólk ekki láta í ljós sína andúð á ástandinu eins og því líður ?

Sævar Einarsson, 23.11.2008 kl. 12:25

5 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll aftur,
Ég er fylgjandi friðsamlegum mótmælum. Stærsta vandamál okkar er að við meigum ekki vera að því að bíða eftir áhrifum þeirra.
Það verður sama hverjir stjórna landinu.
...við verðum aldrei laus við spillingu,
...einhver prósenta þjóðarinnar verður alltaf óánægð,
...órétti einhverra verður alltaf til í einhverri mynd...
Við verðum að kjósa fólk í forystu, við teljum okkur hafa lýðræðislegt kosningakerfi... munum það þegar við kjósum næst.
Fólk getur mótmælt ástandinu en ég er sammála stjórninni að það sé tóm vitleysa að fara að eyða dýrmætum tíma í kosningabaráttu akkurat NÚNA. 

Bryndís Svavarsdóttir, 23.11.2008 kl. 12:58

6 identicon

Það er enginn að fara fram á kosningar núna. Ef þú ætlar að gagnrýna málaflutning MEIRIHLUTA þjóðarinnar þá ættirðu að hafa staðreyndir á hreinu. Það hefur oft komið í ljós að krafan er um kosningar í VOR.

Þessi 2,3% málaflutningur er þér til skammar. Meir að segja Davíð Oddson myndi ekki leggjast svo langt.

"Aldrei laus við spillingu" alveg rétt en að nota það sem rök gegn kröfu fólksins fyrir kosningum er lágkúrulegt. Dæmigerður málaflutningur Kristilegrar mannfyrirlitningar.

Þú verður dæmd af sögunni sem.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 19:51

7 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Elvar Geir,
Það skiptir engu hvort krafan er um kosningar í VOR, kosninga-baráttan myndi hefjast í dag. Hún hefst ekki 5 mínútur í... þú hlýtur að vera sammála um það.
,,2,3% málaflutningur mér til skammar"... Það mættu um 7 þús. manns síðasta laugardag á Austurvöll... reiknaðu sjálfur eða særir það stoltið hve prósentan er í raun lítil.
Mér persónulega finnst það töluverður mannfjöldi en ekki það mikill að hann fái umboð þjóðarinnar eða sé talinn einhver MEIRIHLUTI fyrir það.
,,Aldrei laus við spillingu" er sannleikur... ekki rök gegn kosningum.

Bryndís Svavarsdóttir, 23.11.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband