Leita í fréttum mbl.is

Fjúgum heim í kvöld :o)

Jæja, þá er ferðin okkar búin. Þetta hefur verið svo fljótt að líða. Ferðin hefur öll tekist frábærlega vel, að vísu setti fjármálakrísan heima strik í reikninginn... en okkur skorti ekkert svo við höfum ekki efni á að kvarta yfir neinu.

Við erum búin að afreka ýmislegt... búin að keyra þvers og kruss um Ameríku og ég búin að hlaupa í 7 fylkjum, 4 þeirra voru ný, þannig að 29 fylki eru fallin... 21 eftir.

Við erum í þriðja sinn á sama hótelinu hér í Minneapolis... hér er tekið brosandi á móti okkur eins og gömlum vinum og fólk ekkert nema elskulegheitin... við erum hreinlega dekruð hérna. Ég spurði hvort við gætum fengið að tékka okkur út kl 12 á hádegi og var boðið að vera til kl 2.

Við eigum flug kl 7:55 í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Góða ferð heim. Bestu kveðjur frá okkur heðan úr Danaveldi.

Kristín og Fúsi.

Kristín Ósk (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband