Leita í fréttum mbl.is

Job 42:5 Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig!

Nú er ástandið þannig í þjóðfélaginu að hver ásakar hver annan og margir þurfa á styrk að halda. Allir vita eftirá hvað þurfti að gera, allir hafa réttu svörin og sjá núna hvaða viðbrögð hefðu verið rétt ... Eftirá er auðvelt að hafa réttu svörin - en var hlustað á þá sem sögðu eitthvað fyrir hrunið. Nei... þá hentaði ekki að hlusta, þá vildu allir græða.

Job var einn þeirra sem var vellauðugur í Gt og missti allt sitt... ekki aðeins búfénaðinn heldur öll börnin sín líka... Fyrir áfallið var Job vanur að vera hinum megin við borðið... hann var vanur að stappa stálinu í þá sem urðu fyrir ógæfu... nú þegar ógæfan hitti hann, þá lympaðist hann niður. Hann hefur kanski hugsað, hvernig getur þetta komið fyrir mig sem Guð hefur blessað ríkulega hingað til... Hann átti þetta ekki skilið, hann sem var réttlátur, ráðvandur og grandvar. Auðvitað var hann það allt fyrir sjálfan sig, öll verk framkvæmdi hann rétt, en kanski gleymdi hann því mikilvægasta... að rækta sambandið við Guð.

Við vitum að það er miklu auðveldara að reyna að vera sá sem styrkir, en að vera sá sem þolir.  Nú hafa margir þolað missi eigna og fjármuna, en vonin að nú haldi allt upp á við, heldur fólki á floti.
Missir Jobs færði hann aftur til Guðs, honum varð það ljóst að hann sem taldi sig þekkja Guð áður, kynntist honum raunverulega ekki fyrr en hann þoldi mótlætið. Mótlætið, sem vissulega var honum erfitt og reyndi á hann, gaf honum nýja sýn á samband sitt við Guð.

Job 42:5   Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þjáningin sem færir okkur nær Guði  því ættum við ekki að biðja um minni byrði, heldur fara til Guðs "og hann gefur okkur breiðara bak"  þú veist hvað ég á við...... einfalt að segja - erfitt að framkvæma

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband