Leita í fréttum mbl.is

Er Guð við stjórn?

Það var ekki fyrr en ég kynntist ,,sértrúarsöfnuði" sem ég heyrði fyrst að fólk sagði að annað fólk(sem söfnuðurinn taldi vantrúaða) kenndi Guði um allar hörmungar heimsins. Á meðan ég lifði og hrærðist innan um þessa ,,vantrúuðu" hafði ég aldrei heyrt þetta. SKRÝTIÐ.

Eftir að hafa lesið um ótrúlegustu hluti í Biblíunni sé ég að heimurinn hefur alltaf verið svona... það eru bæði vond og góð öfl í heiminum. Þó Guð hafi skapað heiminn - þá gaf hann okkur frjálsan vilja og þessi vilji er ekki alltaf góður...ÞVÍ MIÐUR.  Eiginhagsmunir og valdagræðgi komast oft lengst og troða á flestum þegar hún er framkvæmd í nafni trúar. Guð getur ekki verið við stjórn og gefið okkur frjálst val um leið... ef hann stjórnar - er ekkert val.

Þó einhver fylgi ákveðinni trúarhefð eða hópi - þýðir það ekki að sá hinn sami geri allt rétt. Enginn gerir allt rétt - samt segir Jesús að hann eigi fólk ... eins og hann orðar það ... í öðrum sauðabyrgjum.

Jóh 10:16
Ég á líka aðra sauði, sem eru ekki úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, þeir munu heyra raust mína. Og það verður ein hjörð, einn hirðir.

Ef allir trúarhópar gera eitthvað rangt, þá hlýtur eitthvað eitt að sameina þá sem Guðsfólk...
Matt 5:8 segir: Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá...  


mbl.is Máli gegn guði almáttugum var vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband