Leita í fréttum mbl.is

Sorglegt

Vissulega er þetta sorglegt, en svona er þetta alltaf.  Það sem einn gerir - kemur niður á öðrum sem er alsaklaus af ástandinu. Þetta er nýtt fyrir okkur að vera litin hornauga, við erum svo vön því að vera viðurkennd.
Annars finnum við ekkert fyrir ,,hornauganu" á ferð okkar núna um Bandaríkin.  Mér finnst fólk fremur reyna að líta raunsætt á málin og standa saman... Það er greinilega annað upp á teningnum í Evrópu.


mbl.is Úthýst vegna þjóðernis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Það er gjörsamlega óþolandi hvernig ríkið sólundar peningum út og suður í flottræfilshátt eins og tildæmis öll þessi sendiráð, til hvers öll þessi sendiráð ? ég tók saman smá samanburð miðað við höfðatölu okkar og höfðatölu stærri ríkja og hvað það séu mörg sendiráð á hvern einstakling, mjög sérstakar tölur svo ekki sé meira sagt:

USA er með 166 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar í ársbyrjun 2008 þá er sú tala 305,429,000 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 1.839.933 einstaklinga.

Finnland er með 77 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar í ársbyrjun 2008 þá er sú tala 5,322,588 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 69.124 einstaklinga.

Danmörk er með 80 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar í ársbyrjun 2008 þá er sú tala 5,475,791 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 68.447 einstaklinga.

Fretland er með 146 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar í ársbyrjun 2008 þá er sú tala 60,975,000 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 417.636 einstaklinga.

Ísland er með 17 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda í ársbyrjun 2008 þá erum við 313.376 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 18.433 einstaklinga.

Mér detta orð forsetafrúarinnar strax í hug "Ísland, stórasta land í heimi"

Sævar Einarsson, 17.10.2008 kl. 19:45

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Blessaður Sævari,
Ég er hjartanlega sammála þér að við spilum okkur alltof stórt. Það ætti að loka þessum sendiráðum og hafa samskipti við aðrar þjóðir í gegnum gervihnetti... tæknina vantar ekki til þess... og væri mér sama hvort það væri í gegnum msn... við eigum engin leyndarmál... nema kanski hvað það er raunverulega dýrt að halda úti sendiráði... sem er einungis til að halda einhverjum aflóga stjórnmálamanni lengur á spenanum.

Bryndís Svavarsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband