Leita í fréttum mbl.is

Hið týnda...

Í þessum ólgusjó sem heimurinn og þar með landinn siglir í núna, dugar ekki annað en að reyna að stíga ölduna... passa að kastast ekki út fyrir og fókusera á það sem er dýrmætast fyrir okkur... því líklega ,,týnum" eða töpum við öll einhverju.

Í Lúkasarguðspjalli, 15.kafla segir Jesús 3 dæmisögur í röð sem fjalla um það sem er týnt eða glatað. Þar sem sögurnar standa saman hljóta þær að tengjast.

Lúk. 15:4   Týndi sauðurinn
Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra. Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim, sem týndur er, þar til hann finnur hann?  Einn af hundraði eða 1% finnst okkur ekki hátt hlutfall, og margir myndu hugsa : Hvað ef hinir 99 myndu týnast á meðan.  Var það þá þess virði að hafa áhyggjur af þessu eina prósenti sem var týnt.  En dæmisögur verða að vera á sama plani og hlustendurnir. 
Allir hafa áheyrendur Jesú þurft að hafa fyrir því að eiga í sig og á, flestir á þessum tíma voru hirðar, sem skildu að hver sauður var dýrmætur. Það kostaði tíma og erfiði að halda þeim saman og leita þeirra sem týndust  en gleðin yfir að hafa fundið þann týnda, gerði það þess virði.    

Lúk 15:8   Týnda drakman
Eða kona, sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, ég veit ekki nákvæmlega hve mikils virði 1 drakma er í dag, en við fáum strax að vita, að þessi týnda drakma er ekki sú eina sem konan á... kveikir hún þá ekki á lampa,við vitum ekki hvað lampaolían kostaði, en á þessum tíma, hún hefur örugglega verið dýrmæt... sópar húsið og leitar vandlega, uns hún finnur hana? Eins og konan  hafi ekkert annað að gera, eða eins og drakman færi eitthvað þótt hún leitaði þegar það væri orðið bjart....  
Í þessari dæmisögu hefur verðmæti hins týnda,  þó það sé aðeins 1 drakma, aukist í 10%. Og ef við kíkjum á 1. vers, segir þar að það eru tollheimtumenn að hlusta. Jesús vissi að til þess að dæmisögurnar virkuðu best, yrðu þær að vera um málefni sem fólkið þekkti að eigin raun. Peningar voru besta viðmiðunin fyrir tollheimtumenn.

Og þegar konan hefur fundið drökmuna, kallar hún saman vinkonur sínar og grannkonur og segir: Samgleðjist mér, því að ég hef fundið drökmuna, sem ég týndi.
Ef konur þessa tíma hafa verið líkar konum í dag, þá er eins líklegt að, það hafi kostað hana meira en eina drökmu, að kalla saman vinkonur sínar og grannkonur. Þegar upp er staðið var konan kanski í mínus.

Þessi saga segir okkur að það getur kostað okkur meira en það sem við týndum, að gefast ekki upp og leita þar til við finnum, heldur en að týna og láta það bara eiga sig... eins getur verðlítill hlutur verið verðmikill í okkar augum.

 

Lúk.15:11    Týndi sonurinn

Saga sem allir þekkja og fjallar um soninn sem fékk arfinn fyrirfram og sóaði honum í rugl og vitleysu... sem er mjög auðvelt, við erum með meistaragráðu í óhófi og eyðslusemi. Ekki er hann sá eini sem hefur misst peningavitið. En maðurinn átti 2 sonu, verðmæti hins glataða er orðið 50%. Maðurinn var ríkur en tap hans var ekki eignatjónið, sonurinn var dýrmætari en peningarnir. Börnin okkar eru dýrmætasta eignin.


Í öllum sögunum er glaðst yfir því að finna hið týnda, hvort sem það var lítill eða stór hluti af eignum manns. Í tveim fyrri sögunum týndust verðmæti er vörðuðu afkomu manna og eignir... og okkur sýnt fram á að við erum reiðubúin til að leggja mikið á okkur til að endurheimta þær -en
í
sögunni um týnda soninn er ekki einungis glaðst yfir því að finna hinn týnda, heldur er fyrirgefið, á stundinni, án nokkurs skilyrðis...
Gleðin yfir því að syninum tókst að fóta sig á ný, yfirgnæfir allt.


Allar dæmisögurnar fjalla í raun um okkur - hversu týnd við erum án Jesú, að við erum öll jafn verðmæt og að hann fyrirgefur okkur allt, án skilyrða ef við biðjum um það.  
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband