Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna kreppa?

Fyrir mörgum árum, þegar við hjónin fórum að ferðast til Bandaríkjanna... þá voru áberandi auglýsingar í sjónvarpi þar sem fólk var hvatt til þess sem við myndum kalla ,,ábyrgðarlausrar eyðslu"... eyðslu á peningum sem það átti ekki til...

Ekkert mál að endurnýja bílinn, gera upp húsið, kaupa húsgögn eða hvað sem fólki dytti í hug... fólk þurfti ekki að byrja að borga af herlegheitunum fyrr en eftir 1 til 1 og hálft ár. 

Auðvitað er freistandi að láta drauminn rætast strax og borga einhverntíma seinna. 

Sjúkt - þetta var byrjunin á þessari kreppu... þegar loksins átti að fara að borga fyrir ofneysluna - þá átti fólk ekki peninga og varð gjaldþrota í stórum stíl... Þó stjórnvöld reyndu að grípa inn í - þá dugði það ekki.

Þessi óráðsía hafði áhrif um allan heim fyrr á þessu ári - allt hækkaði heima á Íslandi og nú þegar bankarnir okkar hafa yfirtekið húsnæðislánin og eytt öllu í fjárfestingar erlendis - þá súpum við seyðið af því líka.
Bankar eru í vandræðum á öllum Norðurlöndunum, Þýskalandi, Ítalíu, Usa... og, og, og hverjir bætast við á næstu vikum...  ekki er það Dabba eða ísl.krónunni að kenna.

Mín kynslóð byrjaði að búa áður en kredit-kortin komu, þegar fólk flutti inn í hálfkláruð hús og fékk gefins gömul húsgögn til að byrja með... og maður þurfti að spara endalaust... en það var ekki talin vera KREPPA.  Þá komu gengisfellingar, fólk þurfti að gráta út lán í bönkum og gráta út launin sín á kontornum. Við höfum haldið hingað til... og vonað að þessi tími kæmi ekki aftur og erum enn að vona að við sleppum sem best út úr þessari kreppu.

En það er ekkert sem heitir.... við verðum að taka upp útsjónarsemina og sparnaðinn aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband