1.10.2008 | 20:47
Eru kristnir verri en aðrir?
Presturinn minn sagði einu sinni við mig eitthvað á þessa leið : Ég vil bara segja þér það strax, að þú átt eftir að verða fyrir mestum vonbrigðum með kristna fólkið."
Mér fannst þetta mjög undarleg athugasemd og vissi eiginlega ekki á hvaða hátt vonbrigðin yrðu.
En mikið rétt... með tímanum komu vonbrigðin fram... ekki vegna þess að kristið fólk sé verra en annað fólk - heldur vegna þess, að vegna trúarinnar ætlast maður til þess að það sé betra en annað fólk.
Sannleikurinn er hins vegar sá að það eina sem kristnir hafa fram yfir trúlausa og vantrúaða er JESÚS. Að öðru leyti erum við eins. Trúlausir eða fólk annarrar trúar en kristni geta borið miklu meiri kærleika í hjarta sér en maður sem segist vera kristinn. Og oft finnst mér þeir sem segjast vera trúlausir, vera umburðarlyndastir... en það eru öfgar á báðum endum... þar sem menn dæma aðra hart, bæði trúaðir og vantrúaðir.
Kristin trú er persónulegt samband við Guð en ekki við trúarleiðtogann eða spámanninn!
Margir trúarleiðtogar eru einungis að skýla sér bak við trú en allur þeirra tilgangur er að nota sér trúgirni annarra í ábataskyni. Síðan er öll trúarhreyfingin dæmd vegna þessa.
Þetta á ekki bara við kristni, fjöldi trúarhreyfinga um allan heim hafa átt slíka leiðtoga.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 2.10.2008 kl. 14:34 | Facebook
Nýjustu færslur
- Kef - Raleigh NC - Orlando - Kef.. 27 des 2023- 6.jan 2024
- Áramóta annáll fyrir árið 2023
- Virginia 9-20.nóv 2023
- Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023
- Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023
- Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023
- Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023
- Baltimore - Boston 29.maí - 11.júní 2023
- Washington DC 23-31.mars 2023
- Annáll fyrir árið 2022
Færsluflokkar
- 100 MARAÞON
- Afmæliskveðjur
- Annálar
- Bloggar
- Brandarar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- MARAÞON
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Apríl 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Desember 2021
- Desember 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Apríl 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
Athugasemdir
þessi færsla var til vegna athugasemdar sem ég skrifaði við ,,Hóruhúskirkju" Doktor E... þar sem hann segir ,,Það má nefnilega finna réttlætingu fyrir öllum fjandanum í biblíunni"
því var ég alls ekki sammála... maðurinn geri flest allt í nafni sjálfs síns en oft undir merkjum trúar... og læt því athugasemdina fylgja, eins og hún birtist á síðu hans.
-------------------------------------------------------------
Maðurinn er alltaf samur við sig... gerir allt í nafni trúar til að ota eiginhagsmunum áfram, en er langt frá Guði. Það þarf ekki háskólapróf til að sjá að enginn gerir neitt nema það hagnist honum sjálfum... amk á endanum.
Ef maður er heiðarlegur, sanngjarn og hjálpsamur er hann það fyrir sjálfan sig og eins ef hann er óheiðarlegur, ósanngjarn og óhjálplegur... ef það hentar betur þá stundina.
Biblían er saga óhlýðinnar þjóðar... þjóðar sem vissi afleiðingar óhlýðni og óráðsíu jafnt og við... og varð að súpa seyðið af því.... eins og við í dag.
Það segir í Prédikaranum ... ekkert er nýtt undir sólinni... það sem hefur gerst áður -getur gerst aftur... þannig er heimurinn - þess vegna lýsir Biblían því hvernig heimurinn er.
Kirkjusagan út í gegn er valdabarátta manna í eiginhagsmunaskyni... en í nafni trúar. Menn fela sig á bak við trú í stað þess að fela sig trúnni.
Guðfræðin er gagnrýnin - það sýna allar þessar stefnur sem hafa verið áhrifavaldar í tímans rás. En þar nær eiginhagsmunastefnan líka völdum. Þar taka menn það sem hentar og sleppa öðru. Ólíkir trúflokkar gagnrýna hver annan á túlkun biblíuversa - allir telja sig túlka rétt - hver og einn er alltaf að velja það sem honum hentar hverju sinni.
Nákvæmlega það sama er upp á teningnum hjá þeim sem aðhyllast vísindin... þeir velja og hafna því sem hentar í þeirra rökræðum... þegar öllu er á botninn hvolft... er JESÚS það eina sem aðskilur trúleysingja og trúaða... að öðru leyti erum við öll eins.
Bryndís Svavarsdóttir, 2.10.2008 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.