Leita í fréttum mbl.is

Auga fyrir auga...

Í gamla testamentinu stendur auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Merkingin er að gjalda í sömu mynt.
Það koma þeir dagar hjá öllum þar sem þeir vildu hafa sýnt meiri þolinmæði og átt meiri kærleik í umgengni sinni við annað fólk. 
Erfiður dagur nægir út af fyrir sig, fyrir viðkomandi einstakling sem eftir á er vafalaust þakklátur þeim sem umbáru leiðindin í hljóði, þó ekki bættist við að fá leiðindin endurgoldin. 

En hvað með það að við eigum að gjalda í sömu mynt... auga fyrir auga? 
Við þekkjum þennan frasa... að maður eigi að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig... En þennan frasa er nefnilega líka hægt að skilja þannig að ef einhver er með leiðindi og skjæting þá eigi umsvifalaust að svara í sömu mynt... það sé kurteisi... Hvers vegna? jú, sá sem var með leiðindin hljóti að vilja þannig framkomu.

Vandinn er bara sá, að ef við missum okkur við fólk sem á greinilega erfiðan dag,  þá erum við ekki að fara eftir okkar vilja, að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur heldur værum við einungis að auka á leiðindi annarra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband