Leita í fréttum mbl.is

11.sept. 2008

Dagur til að minnast Wink

Sá mikli og merki áfangi náðist í dag, að BA-ritgerðin mín var prentuð út, ljósrituð og bundin inn. Nú... til hvers þarf bæði að prenta hana út og ljósrita.... en það er nú saga að segja frá því.

Ég byrjaði f.h. á ljósritunarstofunni Lyng í Hafnarfirði. Kom með ritgerðina á lykli... og á pdf skjali... en Adope reader krefst þess nú að stafagerðin sé í tölvunni... sem var ekki... og textinn riðlaðist. 

Ég gerði aðra tilraun eh. en gerði þá þau stóru mistök að fara í Háskólafjölritun...
OMG...eftir 2ja klst. bið var búið að prenta út eitt eintak, þó ég bæði um tvö... og maðurinn sagðist ekki geta bundið hana inn nú, ég yrði að koma aftur á morgun.

Ég borgaði útprentaða eintakið, fór í Lyng, lét ljósrita eintakið og binda bæði eintökin inn, það tók 10 mín...
Ekki það að ég telji álög á deginum.... nú er bara að skila henni við hátíðlega athöfn á eftir Joyful

PS... var að tala við leiðbeinandann.... og ég á að skila 4 eintökum Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband