Leita í fréttum mbl.is

Misstu af fluginu...

Allur eftirmiðdagurinn fór í það að redda heimasætunni og kærastanum... þau misstu af fluginu heim frá Portúgal í dag.

Við vorum í stöðugu sambandi við Plúsferðir.... og hana á netinu.
Þau fóru með rútunni á völlinn og tékkuðu farangurinn inn... vélin átti að fara 13:40... 10 mín áður var kærastinn við brottfararhliðið og þá var þeim sagt að vélin væri farin. Þetta er ótrúlegt... því það hefur tekið amk hálftíma að leita að töskunum þeirra innan um hinn farangurinn. 

Nákvæmlega sama gerðist fyrir dóttir Lúlla og fjölsk. í sumar... þau misstu af fluginu heim frá Spáni, ferðuðust líka með Plúsferðum... Vélin fór hálftíma fyrr.... það var reynt að kalla þau upp á spænsku en þau skildu það ekki... og framburður á íslenskum nöfnum er lélegur. Þau þurftu að bera allan kostnað af því að koma sér heim með öðru flugfélagi.

Á netinu er hægt að kaupa aukaviku á 18. þús á mann, en af því að þau misstu af fluginu verða þau að borga fyrir flugið heim, eins og þetta sé ekki nægilegur skellur fyrir þau.

Svo sér maður auglýsingar í sjónvarpinu sem segja - komdu út í plús-.... það er nú meira í mínus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband